6.11.2008 | 12:56
Er á kafi í framhjáhaldi þessa dagana
Er búin að belgja mig út á kaffinu góða, verð samt að viðurkenna að ég er á kafi í framhjáhaldi, ég er farin að halda fram hjá honum Arvid með bústnu kinnarnar og myndarlega yfirvaraskeggið, ég er farin að dingla með Zoega kaffi aftur, á krepputímum kaupi ég það sem að er á besta verði, og í augnablikinu er Zoega mikið ódýrara er Arvid kaffi, en um leið og hann Arvid minn setur sitt kaffi á tilboð, þá hætti ég þessu flangsi með Zoega og held mér bara við Arvid, manninn í mínu tilbreytingarlausa lífi.
Nú ætla ég að seigja smávegis frá mínu lítilfjörlega lífi. Fyrir stuttu sátum við Daníel vinnufélagi minn fyrir framan sjónvarpið, og horfðum á þátt um fólk sem að safnar að sér alls kyns drasli(okkur Daníel finnst líka gaman að safna), en okkar söfnun er bara á byrjunarstigi miðað við fólkið í sjónvarpinu. Fólkið í sjónvarpinu komst varla fyrir á heimilum sínum fyrir drasli, á einum stað sáust mýs skjótast um í ruslinu.
Ég gaut ósjalfrátt augunum á Daníel, hann gaut augunum á mig, Daníel hreytir út úr sér, "af hverju lítur þú á mig", ég svara sakleysislega, "já, en þú horfðir á mig". Ég veit nefnilega að Daníel á 8 eldhúsborð, fyrir utan allt annað, en ég verð nú að taka fram að hann selur mikið af sínu safni á netinu, og ætti eiginlega að vera með eigin antik verslun, þar myndi hann sóma sér vel þessi elska, gullfallegur, og mikill smekkmaður.
En þessi þáttur hafði mikil áhrif á mig, ég fór að ímynda mér að söfnunar árátta mín gæti farið út í öfgar, ég sá sjálfa mig í anda sem gamla kellingu sitjandi á ruslahaugunum heima hjá mér, sparandi allt sem að gæti nú verið gott að eiga, gæti einhvertíma komið sér vel. Þannig að í gær fór ég vopnuð stórum svörtum ruslapokum að hreinsa til í fataskápum mínum, ég hreinsaði til í margra ára söfnun af fötum, föt sem að ekki eru í tísku, föt sem að eru orðin of lítil (það verður meira lag á manni með árunum), eftir nokkra tíma sorteringu, þá var ég komin með 4 stóra ruslapoka fulla af fötum, veskjum og skóm.
Á stofugólfinu hjá mér standa þessir pokar, ég þarf trúlega að jafna til í pokunum, láta það verða að 8 pokum, svo að hægt sé að bera pokana hjálparlaust inn í bíl, og svo til Hjálpræðishersins. Um leið og ég jafna til í pokunum, þá athuga ég náttúrlega hvort að ég af mistökum hafi hent einhverju sem að gæti komið sér vel.
Óska öllum góðs dags.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert langflottust
Jónína Dúadóttir, 7.11.2008 kl. 07:36
Þakka þér fyrir það heillin, þú ert nú svaka flott
Heiður Helgadóttir, 7.11.2008 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.