7.11.2008 | 05:17
Smávegis frá húsinu mínu
Í gærkvöldi fór ég snemma að sofa, það var þægileg tilfinning að liggja í rúminu sínu, með hlýja sæng og stóra kodda, úti blés vindurinn, ég las spennandi glæpasögu þangað til að ég gat ekki haldið augunum opnum lengur, og sofnaði.
En þar sem að ég sofnaði svona snemma, þá vaknaði ég snemma, og núna sit ég og hlusta á hljóð hússins míns, um leið og ég sit hérna fyrir framan tölvuna mína.
Maðurinn á þriðju hæðinni var greinilega að fara í vinnuna, hann heitir Hugo, engin veit hvað konan hans heitir, enda fer lítið fyrir þeirri konu, ég hef rekist á hana í þvottahúsinu, og bara náð því að bjóða góðan daginn.
Hugo og nafnlausa konan hans eru ekki vinsæl af öðrum íbúum hússins, Hugo hefur trúlega haft drauma um að syngja óperu, stundum heyrum við hann syngja, ég held að hann syngi í sturtunni, en Gunnel og Hans á fyrstu hæðinni hafa hnussað þegar að ég hef sagt það, og sagt að þá sé hann alltaf í sturtu, hann sé gólandi þetta á öllum tímum sólarhringsins.
Hjúkkan fyrir ofan mig er ennþá ein með drenginn sinn, en er grunuð um að vera farin að gefa öðrum húseigendum hýrt auga, og jafnvel vera farin að gefa honum undir fótinn. Sá maður heitir Anders, og er búinn að vera ekkill í ein tvö ár, Anders finnst gaman að fá sér í annan fótinn, en hann drekkur bara lítil vínglös, en mörg.
Kristján fuglaskoðunarmaður er ekki kominn á fætur, sá hægláti maður býr ennþá einn, hann vinnur í einni dýrustu húsgagnaverslun bæjarins, og safnar að sér merkishúsgögnum, hann er alltaf tilbúinn til að hjálpa mér með tölvuna, umleið fæ ég að skoða nýjustu myndir af fuglunum hans.
Skötuhjúin á fyrstu hæðinni eru bæði komin á aldur, þau drekka saman morgunkaffi á hverjum morgni, og ræða þá um síðustu fréttir morgunblaðsins okkar, bæði hata útlendinga, bæði slá í borðið þegar að þau ræða um þetta dökka pakk sem að tröllríði Malmöborg, og ræni og nauðgi gömlu fólki. Hans er kominn með gisið Hitlers yfirvararskegg, ástæðan fyrir því er sú, að hann er að fá nýjar tennur, og heldur að tannleysið sjáist minna.
Og ég undirrituð bý á annarri hæðinni, ég er ekki mikið heima, vegna vinnu minnar bý ég jafn mikið úti á sjó og hér á annarri hæðinni í húsinu mínu. En ég vil hvergi annars staðar búa, hér líður mér vel, mér líkar vel við nágranna mína, stundum drekk ég kaffi með þeim, á hverjum deigi kemur Hans með morgunblaðið til mín, fyrst les Gunnel blaðið, svo les Hans blaðið og ræður krossgátuna, og svo fæ ég blaðið, þar sem að þeim finnst að ég eigi ekki að þurfa að kaupa blað þessa fáu daga sem að ég er heima.
Gott í bili.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk, þetta var gaman að lesa, eins og að kíkja í heimsókn til þín
Jónína Dúadóttir, 7.11.2008 kl. 07:33
Mikid er nú gott Heidi mín ad hafa allt tetta fólk kringum sig.....madur er ekki einn á medan.Svo færdu líka ad njóta morgunbladsins tó í tridja lid sé.....
Eigdu gódann dag mín kæra.
PS.Vid hvad starfaru?
Gudrún Hauksdótttir, 7.11.2008 kl. 07:35
Jónína mín, þakka þér fyrir það
Jyderupdrottningin, já, ég á góða nágranna, og kann vel að meta þá. Ég er sölukona.
Heiður Helgadóttir, 7.11.2008 kl. 12:37
Þetta er spennandi líf sem þú lifir, mín kæra
Kristín Gunnarsdóttir, 7.11.2008 kl. 16:33
Helga skjol, 7.11.2008 kl. 20:17
Ljúfa líf. Yndislegt að eiga góða granna, Heidi.
Sigríður Sigurðardóttir, 9.11.2008 kl. 13:46
Kristín, ekkert sérstaklega spennandi, en gott líf.
Helga, sömuleiðis
Sigga, ég kann líka að meta þá, og þeir mig að ég held.
Heiður Helgadóttir, 9.11.2008 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.