Verst að vera ekki með í mótmælunum

Stundum er ég virkilega svekkt yfir að búa ekki heima á Íslandinu mínu, ef að ég væri búsett þar, þá hefði ég getað mætt í mótmæli alla laugardaga, ég hefði haldið á stóru spjaldi fyrir framan mig. Á því hefði til dæmis staðið "BURT MEÐ DABBA; TAKIÐ MIG Í STAÐINN", eða "TIL FJANDANS MEÐ ALLA RÍKA, INN MEÐ FÁTÆKA; GAMLA OG HEIMILISLAUSA", ég hefði gert lukku held ég.

 Svo hefði verið hressandi að fá sér góðan kaffisopa eftir vera búin að mótmæla óréttætinu, ekki hefði skaðað að fá nýbakaða ástarpunga með kaffinu.

En ég dáist að fólki sem að hefur kjark og dug til að mæta þarna, og vona ég að árangur hafist af þessu öllu saman.

Hér í Malmö er hið besta veður, sólin var eitthvað að glenna sig hérna í dag, ég setti upp sólgleraugu og fór í göngutúr. Fékk þær góðu fréttir í dag að ferjan okkar er ekki búin í slipp, þannig að margir frídagar eru eftir hjá okkur á minni vakt. Ekki amalegt að vakna heila viku í viðbót í eigin rúmi, og nú á ég við að losna við að sofa um borð á vinnustaðnum mínum, svona ef að einhverjir halda nú eitthvað annað.

Óska ykkur góðs laugardagskvölds öllum saman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott slagorð hjá þér, þú hefðir sko gert lukkuMikið er ég glöð með þér að þú skulir fá lengra fríSegðu mér af Dobra vini þínum... kláraði hann einhvertímann ?

Jónína Dúadóttir, 9.11.2008 kl. 07:05

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Fín slagorð, en betra held ég að spara eggin í jólasmákökubaksturinn.  Varð ekki maður frægur hér um árið fyrir að sletta "skyri" á þingmenn og klerka við alþingissetningu?  Eigum áreiðanlega nóg af gallsúru gömlu skyri til að skella á veggi spillingabælisins þarna niðri á Austurvelli....ala Helgi Hóseason!

Sigríður Sigurðardóttir, 9.11.2008 kl. 13:51

3 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Jónína, þú skilur að ég er svekkt yfir því að hafa ekki getað verið þarna.

Sigga mín, hann var nú nokkuð góður sá gamli sem að sletti skyrinu, frábærir svona personuleikar.

Heiður Helgadóttir, 9.11.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband