9.11.2008 | 09:47
Fjör á Austurvellinum
Hér er hið besta veður, sólin er farin að skína á okkur hér í Malmöborg, upplagt veður fyrir hressandi göngutúr.
Mikið hefur gengið á á Austurvelli í gær, bruðlað með bæði egg og mjólkurafurðir, það jákvæða er að einhverjir hafa fengið aukavinnu við að þvo egg og mjólk af alþingishúsinu.
Ég dáist að löndum mínum sem að hafa dug og þrek til að reisa sig upp og mótmæla ölum skítnum heima, mest kemur mér á óvart ef að verkalýðsfélögin eru ekki með í þessum mótmælum, nema að þau séu orðin eins og allstaðar annars staðar í heiminum, bullandi endalausa vitleysu, og standa ekki við neitt af sínum ótal mörgu loforðum.
Og flest öll kúra í fanginu á atvinnurekandanum, og flest allir samningar sem að eru gerðir, eru atvinnurekandanum í vil, ekki fólkinu sem að borga launin þeirra. Þannig er það meira og minna hér í Svíþjóð, og mitt verkalýðsfélag er engin undantekning, enda hafa verið uppi háværar umræður hjá okkur í minni vinnu, að seigja okkur úr félaginu.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Heidi Helga.
Ég er nú ekki hrifin af mótmælum sem þróast út í vitleysu. Ég vil kröftug öflug og málefnaleg mótmæli með fullri festu. Fíflalæti hafa aldrei getið neitt gott af sér.
Kærleikskveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 09:56
Innlitskvitt til tín hédan frá Jyderup.
tad er nú hálf hrissingslegt vedur í dag.
Gudrún Hauksdótttir, 9.11.2008 kl. 11:50
Takk fyrir góðan pistil.
Þarna var töluverður fjöldi, og ræðurnar voru góðar, mjög góðar.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 16:15
Þórarinn, vitleysan var kannski sú að kasta eggjum og skyri eða súrmjólk á alþingishúsið.
Jyderupdrottníngin, það fór að verða leiðinlegt veður hérna, hálftíma eftir að ég skrifaði pistilinn.
Sveinn hinn ungi, þakka hrósið, gaman hefði verið að vera þarna.
Heiður Helgadóttir, 9.11.2008 kl. 21:29
Guðjon, þakka þér fyrir það
Heiður Helgadóttir, 10.11.2008 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.