10.11.2008 | 10:25
Hugleiðingar um Kolaportið, Geirfinnsmálið m.m.
Kominn er mánudagur, hér er grátt rigningar og rok veður, svona veður sem að er best að sjá út um gluggann hjá sér, ekkert veður sem að ég vil fara út í, ég verð bara heima hjá mér í dag.
Ég er búin að lesa blöðin á netinu í dag, en ég les DV, Vísir og svo auðvitað Moggann.
Mikið er að gera í Kolaportinu, ég elska Kolaportið, ég reyni að komast þangað í hvert skipti sem að ég kem heim. Góði hirðirinn er líka í uppáhaldi hjá mér, þar hef ég keypt helling af ævisögum fyrir skít á priki, þar sá ég marga eigulega hluti fyrir sanngjarnt verð, sú búð fær fimm stjörnur hjá mér.
Ég las um tvo menn sem að búa í húsbílum á tjaldstæði í Hafnarfirði, þar á að loka fyrir rafmagnið hjá þeim, ég spyr hversvegna, í mörgum löndum eru stærðarinnar hverfi af húsvögnum og húsbílum, og þar sem að útlitið er svart hjá mörgum íbúðareigendum núna, er þá ekki upplagt að leifa fólki að búa í húsvögnunum sínum, og auðvitað borga sanngjarna leigu fyrir plássið og rafmagn.
Og lífverðir passa Dabba og fleiri, í litla landinu okkar þurfa menn að vera með lífverði. Hver borgar kaupið þeirra, er það íslenska þjóðin, eða taka þeir sem að eru passaðir, af vel spöruðum einkasjóðum sínum.
Mikið er komið af nýjum bókum heima á Íslandi, ekkert kreppu væl hjá bókaútgefendum, ég er búin að sjá nokkrar bækur sem að ég vil gjarnan lesa.
Ég vil lesa bókina hennar Jónu, sem að bloggar hérna, og skrifar svo undurvel um drenginn sinn og litlu fjölskylduna sína, hún er frábær penni.
Og ég vil endilega lesa bókina um Erlu, en ég man vel eftir Geirfinnsmálinu (hver getur gleymt því), hef alltaf haldið að þessir unglingar sem að voru dæmdir fyrir hvarf hans, hafi verið saklaus af hvarfi hans, og verið meira og minna neydd til þess að játa.
Og trúlega voru þau frábær fórnardýr, krakkar sem að voru á kafi í rugli, létt að fá þau til að játa hvað sem var, og með svolítið skrautlega fortíð.
En um leið og ég er að skrifa þetta dettur mér í hug, skildi sannleikurinn í þessu Geirfinnsmáli nokkurtíma koma fram, er einhver sem að veit hvað það var sem að skeði, á sú manneskja eftir að gefa sig fram, eiga þessi fjögur sem að voru dæmd, eftir að fá uppreisn æru sinnar, eiga þau eftir að geta horft stolt framan í almenning, eftir að hafa tekið út margra ára dóm fyrir glæp sem að þau hafa ekki framið.
Með þessum orðum slæ ég botninn í mánudags hugleiðingar mínar.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:21 | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er ég feginn því að bókaútgefendur séu ekki með eitthvað kreppuvæl...:)
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson, 10.11.2008 kl. 11:13
Já, er sammála
Heiður Helgadóttir, 10.11.2008 kl. 11:21
Nei, sko í alvöru... og af mjög persónulegum ástæðum. Hef einmitt haft miklar áhyggjur af því að hætta sé á að bókin mín komi ekki út næsta sumar. Hef aðeins minni áhyggjur núna, þegar bókaútgefendur eru að telja manni trú um að kreppan hafi ekki áhrif á þá.
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson, 10.11.2008 kl. 11:29
Það er nú bara að óska þér til hamingju með væntanlega bók
Heiður Helgadóttir, 10.11.2008 kl. 11:59
:)
Takk!
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson, 10.11.2008 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.