Af hverju er ekki fólk með hjálm

Ég varð hálf rugluð þegar að ég las þessa frétt, voru þau þrjú á vespunni.

Af hverju er ekki fólk með hjálm, og viðeigandi hlífðarfatnað. Ég veit að mörgum finnst þetta, að vera með hjálm, vera bæði hallærislegt og hlægilegt, þegar að sannleikurinn er sá að hjálmur hefur bjargað mannslífum, sem vörn mót alvarlegum höfuðhöggum.

Ég hvet eindregið allt hjólreiðafólk til þess að láta sér ekki detta í hug að hjóla án þess að vera með hjálm.

Um leið votta ég aðstandendum ungmennanna sem að lentu í þessu hörmulega slysi samúð mína.

 


mbl.is Slasaðist alvarlega í vespuslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leiðinlegt að koma ekki með skemmtilegra komment en þetta.

Heyrst hefur: Af hverju er ekki fólk með hjálma

Rétt er: Af hverju er fólk ekki með hjálma/hjálm?

Davíð (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 13:42

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Bara gott að vera bent á vitleysur, eftir meira en hálfa ævina utanlands er ég orðin, því miður ekki nógu góð í móðurmálinu.

Heiður Helgadóttir, 10.11.2008 kl. 13:51

3 Smámynd: Tiger

Uss já, það er sannarlega lífsnauðsyn að vera með hjálm þegar maður er á hjóli - alveg sama hvernig hjól það er! Sammála þér ...

Knús og kram á þig skottið mitt og hafðu ljúfa viku ..

Tiger, 10.11.2008 kl. 16:07

4 Smámynd: Magnús Bergsson

Jamm. Gott að minnast á hjálmana. Ég hvet líka ökumenn til að vera með hjálma. Ekki bara í kappakstri, heldur alla ökumenn í hvert sinn sem þeir setjast undir stýri. Þannig mætti koma í veg fyrir mörg alvarleg slys á fólki í bílslysum.

Nei, líklega gerir það ekki nokkur maður. Það telst bæði hallærislegt og hlægilegt.

En hvað voru þessir unglingar að fjölmenna á vespu? Í fyrsta lagi þá tel ég að svona ungir einstaklingar hafi ekkert að gera á vélknúnu tæki. Fólk á ekki að fá réttindi á vélknúin tæki fyrr en eftir tvítugt þegar það er talið líklegt að það hafi betra vald á slíkum tækjum.

Svo man ég ekki til þess að Vespur hafi verið hannaðar með þrjú sæti. Það leikur því grunur á að of margir voru á Vespunni sem líklega varð til þess að ökumaður hjólsins missti stjórn á því.

Með því að draga fram hjálmaleysið er bara verið að hylma yfir raunverulega vanda í slysum sem þessum.  

Magnús Bergsson, 10.11.2008 kl. 20:42

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta er hræðilegt

Jónína Dúadóttir, 10.11.2008 kl. 21:34

6 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Tiger, púss og kram á þig líka skemmtilegi maður.

Magnús, það eru hálfgerðir krakkar á þessum bansettu vespum hérna, en sem betur fer man ég ekki eftir að séð neinn keyra vespu hjálmlausan. aftur á móti er fólk hér í borg óhemju kærulaust með að nota hjálma þegar að það hjólar á venjulegu hjóli, samt er það farið að skána. Þakka innlitið.

Jónína, slysin gera sjaldan boð á undan sér.

Heiður Helgadóttir, 10.11.2008 kl. 22:03

7 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Sorgleg slys, og einhvern veginn verra þegar fólk er að rúnta um án hjálma.

Sigríður Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband