1.12.2008 | 15:26
Um börn
Ég skemmti mér alltaf jafn vel þegar að ég les hvað börn skrifa, börn seigja alltaf sannleikann, það gera nú fyllibytturnar líka, en það er önnur saga.
KÆRI GUÐ!
ÉG FÉKK KJÖTBOLLUR Í HÁDEGINU, HVAÐ FÉKKST ÞÚ.
KÆR KVEÐJA
ANNA MARÍA
=========================================
KÆRI GUÐ!
ÉG ELSKA ÞIG GUÐ. Í REIKNINGSTÍMANUM KOM INN HUNDUR. KRISTINA
================================================
KÆRI GUÐ!
HVAÐAN KEMUR ALLT FÓLK, ÉG VONA AÐ ÞÚ GETIR ÚTSKÝRT ÞAÐ BETUR EN PABBI:
VALTER
============================================
KÆRI GUÐ!
AFHVERFU STENDUR EKKI FRÚ GUÐ Í BIBLÍUNNI. VARSTU EKKI GIFTUR ÞEGAR AÐ ÞÚ SKRIFAÐIR BIBLÍUNA.
LARRY
=========================
KÆRI GUÐ!
ÉG ER BÚIN AÐ LESA ALLA BIBLÍUNA, OG FANNST HÚN GÓÐ, ERTU BÚINN AÐ SKRIFA FLEIRI BÆKUR.
ALICE
===================================
KÆRI GUÐ
EF AÐ ÞÚ VILLT EKKI AÐ FÓLK BLÓTI, AVHVERJU VARSTU ÞÁ AÐ BÚA TIL BLÓTSYRÐI
====================
KÆRI GUÐ!
REIKNAÐU MEÐ MÉR. ÞINN VINUR HUBBI
========================
Fyrir fjölda mörgum árum var ég að fara í göngutúr með systur minni og tveimur börnum hennar. Fyrir utan húsið heima hjá henni stoppar leigubíll, út úr leigubílnum veltur bifvélavirkinn á fyrstu hæðinni svo fullur að ég hef sjaldan séð annað eins, hann hreinlega valt um götuna og átti erfitt með að komast á fætur. Systir mín hnussaði og sagði eitthvað á þessa leið "að sjá þennan viðbjóð, mígandi fullur um miðjan dag", en þá gall í fjögra ára stelpunni hennar, "hann er ekki fullur mamma", "hvernig veistu það" seigir systir mín, "ég spurði hann" svaraði sú fjögra ára, "og hann sagði nei".
Slæ botninn í þessa barnaspeki mína.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þau eru yndisleg.
Sigríður Sigurðardóttir, 1.12.2008 kl. 16:50
Já Sigga það eru þau litlu lífin
Heiður Helgadóttir, 1.12.2008 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.