14.12.2008 | 15:32
Er hann að borga fyrir gamlan ost
Er hann að gera þetta fyrir almenning, að opna búðir með vörum á sanngjörnu verði, eða er hann að hefna sín á Baugs feðgum, og borga fyrir gamlan ost. Er þá Jónína í þessu dæmi hjá honum, hún hefur hingað til átt mikið ósagt um Baugs feðgana, ef að ég hef skilið dæmið rétt.
![]() |
Hyggst stofna lágvöruverðsverslun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann stofnar (búð eða búðir) og hvað svo........Baugur kaupir hann bara út af markaðnum og hann fer með feitann tékka í sólina til Florida aftur.
Sverrir Einarsson, 14.12.2008 kl. 15:41
Skiptir það öllu máli? Er ekki öll samkeppni betri en það sem okkur býðst í dag? Svo efast ég um að hann fari að selja Baugfeðgum reksturinn þegar hann er að setja hann á legg gegn þeim. Man enginn eftir hugsjónum Jóhannesar í Bónus gegn Hagkaup á sínum tíma. Það var frábært. Nú þarf einhvern gegn Bónusveldinu. Skiptir máli hvaðan gott kemur? Betra verð er það sem Íslendingar þurfa.
Svo skilst mér að Jónína sé á leið inn í framsókn þannig að hún er líklega ekkert í þessu plotti.
Gott framtak ef það verður að veruleika. JEI
eva (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 15:53
Ósköp er þetta eitthvað barnalegt og sorglegt. Mér finnst raunar að umræðan á Íslandi snúist um að vera í liði með Davíð eða Jóni Ásgeiri. Málefnaleg umræðu skortir um aðgerðir fyrir fólkið í landinu sem er í vanda sem er að vaxa mörgum gjörsamlega yfir höfuð. Um fólkið sem er í vandræðum með að gefa börunum sínum að borða. Við verðum að vera vakandi fyrir svoleiðis hlutum frekar hvað Jón Gerald ætlar og ætlar ekki að gera.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.12.2008 kl. 15:54
Sverrir, ég átti eiginlega erfitt með að verjast hlátri þegar að ég las þessa frétt, þessir blessuðu menn eru eins og smástrákar að leik í sandkassa
Eva, ég er verulega hlynnt því að fólki sé gefið tækifæri til að geta keypt vörur á góðu verði, hef samt ekki mikla trú á þessu, en hugmyndin er góð, og er ekki ágætt að Jónína sé komin í stjórnmál, eða verða Baugs bræður efst á dagskrá hjá Framsóknarflokknum
Hólmfríður, ég hef ekki mikið vit á þessu, en finnst þetta líkjast smákrökkum að leik, og enginn gerði neitt ljott af sér, en allir hinir gerðu það. Ég virkilega vorkenni öldruðum og fátækum heima sem að þurfa að líða fyrir þessa barnaleiki, og ekki má gleyma íslendíngum búsettum erlendis, sem að lifa á örorkubótum, og hafa bæturnar þeirra rýrnað um minnst helming, voru ekki háar fyrir, og virðist vera sem að einhverjir þurfi að hrökklast út frá heimilum sínum, þar sem að bæturnar duga ekki fyrir húsaleigu
Heiður Helgadóttir, 14.12.2008 kl. 16:29
Jónína Dúadóttir, 14.12.2008 kl. 16:31
Jónína, þetta er nú bara hlægilegt

hvað skyldu nú búðirnar eiga að heita JÓNUS er nú nokkuð gott nafn


Heiður Helgadóttir, 14.12.2008 kl. 17:23
Og Eva, auðvitað átti ég við Bónus feðga, ég rugla þessum ættingjum saman
Heiður Helgadóttir, 14.12.2008 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.