18.12.2008 | 19:02
Og þá er ég komin til Spánar
Þá er ég komin til Spánar, nánar tiltekið þá er ég í Torrevieja. Fyrsti dagurinn var sólarlaus, en í dag og í gær var hið besta veður, og hugað fólk lá á ströndinni.
Ég lét mér nægja að sitja við ströndina, og horfa á fólkið sem að gekk eftir strandgötunni, þrátt fyrir gott veður þá voru flestir vel klæddir í þykkum jökkum og kuldaskóm.
Áberandi eru þeldökku mennirnir sem að eru að selja sólgleraugu og klukkur, þeir eru eins og flugur út um allt, og bregðast stundum illa við þegar að ég nenni ekki að skoða klukkur eða sólgleraugu, þessir náungar eru ekki löglegir í landinu, og fleita sér áfram á sölu alls kyns dóts, sem að þeir bera með sér, oftast í plastpokum, til að geta hlaupið fljótt þegar að lögreglan kemur í eftirlitsgöngum sínum á strandgötunni.
Það er lítið um að vera í flestum fata og skóbúðum sem að ég hef komið inn í. Ég tala við ungan spánverja, hann ber sig illa, "þessi bölvaða kreppa" seigir hann, en hér á Spáni er talin vera 15% atvinnuleysi, margir eru í erfiðleikum með að láta enda ná saman, ástandið er afar slæmt, sagt er að nú sé hægt að gera góð kaup í íbúðum og húsum fyrir þá sem að eiga peninga.
Ég hef ekki keypt svo mikið í matinn , en keypti ávexti, ost og brauð, ávextirnir voru dýrir, osturinn svipað verð og í Svíþjóð, en brauðið á helmingi lægra verði en í Svíþjóð.
En veðrið svíkur engan, á morgun ætla ég að rölta á föstudagsmarkaðinn, þar er oftast mikið fólk, mikill hávaði í öllum, en spánverjar eru ansi háværir, stundum held ég að fólk sé að rífast, þá eru það ósköp normalar umræður um daginn og veginn.
Læt þetta gott heita frá Spáni.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jólakveðjur til Spánar
Jónína Dúadóttir, 18.12.2008 kl. 19:40
Jólakveðja til Spánar
Helga skjol, 19.12.2008 kl. 07:03
Sömuleiðis, jólakveðjur til ykkar dömur mínar.
Heiður Helgadóttir, 19.12.2008 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.