Kveðja frá Spáni

Mér tókst að komast á fætur á kristilegum tíma í morgun, eftir nokkra kaffibolla var ég til allt nema sjálfsmorð, og dreif mig á föstudagsmarkaðinn.

Eins og venjulega var mikið fólk, samt fannst mér eins og að margir væru bara að skoða.

Mér tókst samt að kaupa tvær klukkur, ég er loksins búin að læra að prútta almennilega, systir mín er búin að kenna mér það, en ósvífnari prúttara en henni hef ég aldrei kynnst, en hún fer líka með pálmann í hendinni frá öllu sölufólki. Þannig að mér fannst ég vera nokkuð góð að fá tvær klukkur fyrir smápening, systir mín hefði fengið fjórar klukkur fyrir sama pening, en það er önnur saga.

Ég tilliti mér niður á einum stað sem að seldi kaffi og bjór, fékk mér lítið bjórglas, já ég er orðin eins og hann sem að ég leigi hjá og sem að drekkur bara lítil vínglös. Þar var margt um manninn, mest Spánverjar, ung sígaunakona kom og betlaði, ég gaf henni lítinn pening, Spánverjarnir hófu upp mikil mótmæli, og gáfu mér í skyn með miklu handapati og hrópum að ég ætti alls ekki að gefa þessu liði peninga, ég þóttist skilja allt sem að var sagt við mig, og svaraði öðru hvoru með Si,si, þau urðu ánægð með það, og héldu svo áfram með fyrri umræður sín á milli.

Þjónninn sem að kom með bjórinn handa mér, kom eftir smástund með pínulitlar brauðsneiðar, með Guð má vita hvað ofaná, þetta fékk ég ókeypis með bjórnum, ég þorði ekki að smakka á þessu, ég sá nefnilega að hann var með sorgarrendur undir nöglunum, og var hrædd um að hann hafi smurt brauðið sjálfur. 

Í dag er búið að vera óhemju gott veður, ég hef setið á svölunum og lesið spennandi bók, er hægt að hafa það betra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Frábært, ég væri alveg til í að vera í þínum sporum... eftir jólin

Jónína Dúadóttir, 19.12.2008 kl. 16:53

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðileg Jól elsku Heidi.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.12.2008 kl. 13:42

3 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Já Jónína þetta er frábært líf

Og sömuleiðis Katla mín, Gleðileg jól

Heiður Helgadóttir, 20.12.2008 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband