Ég sakna þess að fá ekki skötu

Í nótt kom smá rigning, sólin kom ekki almennilega fram fyrr en upp úr hádeigi, ég verð hálf rugluð í dögunum hérna, en veit að í dag er Þorláksmessa, og verð að viðurkenna að ég hefði vel getað hugsað mér að borða vel kæsta skötu með góðum kartöflum og hamsatólg.

Í fyrra var ég heima á Íslandi yfir jól og nýjár, og þá bauð systir mín mér upp á skötu, sem að var svo kæst að ég saup hveljur þegar að ég tók fyrsta munnbitann, svo gekk þetta eins og í sögu, og fæ ég vatn í munninn þegar að ég hugsa um skötuna í fyrra.

Ekki varð ég nú vör við að ég yrði afar náttúrumikil eftir að ég var búin að borða skötuna, en það hlýtur að vera satt að skötuát auki náttúru fólks, varla er fólk að búa það til.

Englendingar eru áberandi hérna í Torreveija, eins Þjóðverjar og slatti af íbúum Norðurlandanna eru hérna, heilmikið af Finnum, alltaf dettur mér í hug vodka og hnífar þegar að ég sé og heyri í Finnum, sem að er mesta vitleysa, Finnarnir eru flestir hverjir ágætisfólk.

Og ég fer í mínar daglegu gönguferðir, ég spila líka Lottó á hverjum degi, í gær vann Englendingur búsettur í Torreveija hæsta vinninginn, ég held að það hafi verið nálægt miljón evrum.

Og í morgun sá ég langa röð af fólki fyrir utan Lottó búðina, sem að seldi Lottó miðann með háa vinningnum, og virtist vera sem að fleiri vildu freista gæfunnar, og spila í þessari litlu búð.

Ég vann líka í Lottóinu, en vinningurinn minn var bara 1,50 evrur, nægði samt til að spila í dag. Kannski kemur í fréttunum í kvöld að Íslensk kelling hafi fengið hæsta vinninginn í Torrevieja.

Læt þetta gott heita.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg jól, Heidi.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 20:59

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gleðileg jól elskuleg

Jónína Dúadóttir, 23.12.2008 kl. 22:42

3 Smámynd: Helga skjol

Gleðileg jól á Spáni mín kæra

Helga skjol, 24.12.2008 kl. 09:00

4 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Sömuleiðis, Gleðileg jól til ykkar allra.

Heiður Helgadóttir, 24.12.2008 kl. 15:58

5 Smámynd: Tiger

Gleðilega hátíð Heidi Helga. Megi guð og gæfa fylgja þér og þínum um ókomna tíð! Knús og kram á þig skottið mitt ...

Tiger, 24.12.2008 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 99568

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband