27.12.2008 | 14:59
Laugardagur í Torrevieja
Og þá er kominn laugardagur, er ekki hægt að seigja að það sé þriðji í jólum.
Í dag er kalt og það er rok, ég hef ekki séð sjóinn jafn úfinn og í dag, samt eru einhverjar hetjur úti og busla í ísköldum sjónum, en ég og rauði sundbolurinn verðum bara heima og höfum það gott.
Auðvitað er ég búin að fara í göngutúrinn minn, gleymdi að fara í almennilega peysu, þannig að mér var hálfkalt, en fann fljótlega gott ráð við því, ég skaust bara inn í flest allar búðir sem að ég fann á leiðum mínum, í sumum búðum var virkilega hlýtt, sem að varð til þess að ég hékk óvenju lengi inni og skoðaði allt sem að hægt var að skoða.
Konur eru greinilega að kaupa sér síða kjóla fyrir gamlárskvöld, og nóg er nú úrvalið af fínum samkvæmiskjólum, sá eina þybbna konu með risastórt húðflúr á handleggnum vera að máta kjól, mér sýndist nú að kjóllinn hefði mátt vera aðeins stærri, en hún virtist vera hinn ánægðasta og búðarkonan klappaði saman höndunum af fögnuði yfir því að loksins væri konan búin að finna rétta kjólinn, því að fyrir aftan konuna voru hrúgur af kjólum sem að hún var búin að máta.
Ég sest inn á veitingastað, þar fyrir er eldri maður, hann situr einn við borð og ræður krossgátu, öðru hvoru drekkur hann úr vínglasinu sínu, hann lítur aldrei upp, ekki einu sinni þegar að háværir Englendingar koma inn.
Ég fer inn í svokallaða Kínabúð, sem að var svo yfirfull af alls konar skrani, að það hefði tekið mig fleiri tíma að fara yfir það allt saman, en það var kalt þar inni, svo að ég forða mér út, og hugsa mér gott til glóðarinnar að komast inn á hlýrri stað.
Hér er kalt á kvöldin og nóttunni, ofnar eru lúxus, enda kostar alltof mikið að nota þá dags daglega, þannig að hér klæði ég mig vel fyrir svefninn, náttkjóll, síðar buxur og svo sloppurinn minn ljóti en hlýi sem að ég keypti fyrir nokkrum árum, og hef haft hangandi í skáp í gestaherberginu hjá syni mínum.
Dvöl mín hérna er meiri háttar, tengdadóttirin vill allt fyrir mig gera, sonurinn er ennþá fastur á skipi sínu fyrir utan Nígeríu, og eiginlega finnst mér best að vita af honum fyrir utan Nígeríu, held nefnilega að sjálfa Nígería sé ekkert fyrir venjulegt fólk, kannski eru þetta fordómar hjá mér, en er búin að heyra hálfgerðar ævintýrasögur um Nígeríu og íbúa þess lands.
Mér er minnistætt bréf sem að ég fékk þegar að ég var með eigin búð, þetta bréf var frá prinsi í Nígeríu, og vildi hann að ég myndi hjálpa honum fjárhagslega, ekki veit ég hvernig þessi gaur (prinsinn) fann heimilisfang mitt (bréfið var reyndar stílað á búðina), en hugsa að fjöldi búða í Malmö hafi fengið sama bréf.
Læt þetta gott heita frá Torrevieja.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:18 | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafdu tad gott med tengdadóttur tinni og vonandi færdu soninn fljótt heim...
Gledilega rest.
Hjartanskvedja frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 27.12.2008 kl. 15:55
Gott þér líður vel mín kæra, kveðjur úr 7 stiga hita og sólarglampa, bak við ský að vísu
Jónína Dúadóttir, 28.12.2008 kl. 11:21
Bestu kveðjur til ykkar.
Heiður Helgadóttir, 1.1.2009 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.