17.1.2009 | 21:53
Laugardagskvöld á sjónum
Lítið skeður hjá okkur sjófólkinu, við förum þetta fram og til baka, vitum stundum ekki hvar við erum, hvort að við séum á leiðinni til Þýskalands eða Svíþjóðar.
Lítið er að gera hjá okkur, ekki margir sem að fara í verslunarferðir til Þýskalands lengur, en Pólverjarnir halda tryggð við okkur, og þá á ég við þá sem að vinna í Noregi.
Þar sem að svona lítið er að gera hjá okkur þá höfum við alltof mikinn tíma til að spjalla um kreppuna og atvinnuleysið, öll erum við hrædd við uppsagnir, og margt af lausráðna fólkinu situr heima atvinnulaust, og lítil von til að það breytist næstu vikur.
Ég vil ekki mála fjandann á vegginn, en hræðslan hefur smitað okkur öll eins og versta farsótt.
Öldruð kona sem að ferðaðist með okkur í vikunni hneig hálf líflaus niður, hún var reyndar búin að kvarta yfir lasleika rétt áður en að hún féll niður, en sem betur fór tókst að fá líf í hana, og um leið var verið í beinu sambandi við lækna í landi, og sjúkrabíllinn stóð tilbúinn til að bruna með hana til Lundar þegar að við komum í land í Svíþjóð. Og eftir því sem að okkur var sagt þá átti hún eftir að ná fullri heilsu.
Annars er ósköp tíðindalaust hjá okkur sjófólkinu, úti er kalt er mér sagt, en enginn snjór hefur komið að mér vitandi hér á Skáni.
Óska öllum góðrar og ánægjulegar helgi.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jónína Dúadóttir, 18.1.2009 kl. 08:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.