Þá er kominn miðvikudagur, vinnuvikan byrjar hjá mér í dag, framundan eru sjö dagar úti á sjó, í veltingi eða á sléttum sjó.
Í gærkvöldi var fegrunarkvöld, þið vitið svona kvöld þegar að kellingar reyna að flikka uppá útlitið, með misjöfnum árangri.
Naglaböndum var ýtt upp, neglur voru gerðar jafnar og fínar, auðvitað lakkaðar. Fætur voru raspaðir(næstum því til blóðs) síðan smurðir inn í kremi.
Augabrýr voru litaðar, síðan reyttar, æ,æ, (hvað maður leggur á sig), stundum vildi ég vera kall, þeir þurfa ekki að gera svo mikið fyrir útlitið, flestir hverjir, ekki mín kynslóð, ungu strákunum finnst gaman að líta vel út, og nota gjarnan alls konar krem og lita á sér hárið. Annars er fátt eins sjarmerandi og menn með grátt í vöngum, og þeir sköllóttu eru líka meiriháttar.
Í gær snjóaði hérna í Malmö, þegar að ég var að bardúsa með lappirnar á mér, þá varð mér óvart litið út um gluggann, og niður svifu stærðarinnar snjóflögur, mér datt í hug að þarna væri jólasnjórinn loksins kominn.
Nú slæ ég botninn í þetta, en óska ykkur öllum góðrar viku, ég lít inn til ykkar, þó svo að ég geri ekki vart við mig, verð hálfgerð huldukona næstu daga.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða vinnuviku kæra velsnyrta huldukona
Jónína Dúadóttir, 11.2.2009 kl. 15:40
Helga skjol, 11.2.2009 kl. 22:20
Nauðsinlegt að fá sjæningu annað slagið. Vonandi verður ekki mikill veltingur hjá þér
Kristín Gunnarsdóttir, 12.2.2009 kl. 06:18
Bestu kveðjur
Jac
Jac Norðquist, 12.2.2009 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.