Sú saga gengur ljósum logum í vinnunni hjá mér, að ég sé að fara heim til að bjarga ykkur og landinu frá öllu illu

Í vinnunni hjá mér gengur sú saga, að ég undirrituð hafi verið inni á netinu að skoða flugferðir til Íslands, og þegar að ég fann eina á góðu verði, þá hafi ég keypt hana, og hafði orð á því, að nú yrði ég að fara heim og redda málunum, þetta væri ekki hægt, landið væri komið á hausinn og allt í steik, nú skreppi ég heim og frelsaði landið og íbúa þess frá þessum ósköpum.

Auðvitað er sannleikurinn sá, að ég er búin að kaupa farmiða til Íslands á góðu verði, en um leið og ég frelsa landið, og læt ættingja mína stjana við mig, þá er ætlunin að mæta í fermingu hjá tvíburadrengjum sem að eru hálfbræður barnabarnsins míns, þeir eru ekki alvöru barnabörnin mín, en í hjarta mínu og þeirra, þá er ég alvöru amma þeirra.

Þannig að í Mars kem ég og frelsa ykkur frá öllu illu, ef það tekst ekki hjá mér, þá skelli ég mér bara á mótmælafund með þeim sem að eru ennþá að mótmæla, kannski sé ég líka einhvern rassskelltan, en mér fannst ég sjá eitthvað um það í blaðinu.

Ég þakka ykkur öllum sem að sendu mér kveðjur eftir síðasta blogg hjá mér, hef ekki farið inn og svarað, ástæðan er sú að tölvurnar hjá okkur eru svo seinar, að það tekur óratíma að hoppa á milli.

Á miðvikudaginn fer ég heim, Hallelúja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Loksins kemur einhver almennilegur að redda þessu fyrir okkurKemurðu eitthvað til Akureyrar ?

Jónína Dúadóttir, 17.2.2009 kl. 06:09

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Jónína mín, eiginlega er ekki í dæminu að fara norður, enda verður annríkt hjá mér að sparka Dabba og fleirum, veit ekki hvort að ég hef tíma til að redda Akureyri, en ef að ég skelli mér norður, þá boða ég komu mína með promb og prakt

Ég er á leiðinni Helga, alltaf á leiðinni

Heiður Helgadóttir, 17.2.2009 kl. 21:17

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ég er viss um að þú reddar þessu kæra Heidi

Kristín Gunnarsdóttir, 18.2.2009 kl. 08:44

4 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Engin spurning Stína mín

Heiður Helgadóttir, 19.2.2009 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband