19.2.2009 | 09:57
Og hér snjóar
Er nýlega vöknuð, mikið var nú notalegt að sofa í rúminu mínu, með stóru koddana mína, mig dreymdi góða drauma, og rétt rumskaði þegar að Alex litli fyrir ofan mig fór að hoppa og syngja um sjöleitið í morgun.
Í gær þegar að ég kom heim skein sólin, ég skrapp heim og losaði mig við vinnutöskuna, fór svo beint út í mollið, átti ekki til kaffikorn, og þar sem að margir kalla sig fíkla á alla mögulega hluti, þá er ég trúlega mikill kaffifíkill, ég er hálf manneskja ef að ég fæ ekki kaffið mitt, ég drekk einstaka sinnum te, en finnst það vera bragðlaus leiðindadrykkur.
Í mollinu var mikið af fólki, mest eldra fólki, sumt af þeim átti erfitt með gang, ég botnaði ekkert í þessum fjölda af eldri borgurum, hélt fyrst að það væri einhverskonar útsala fyrir fólk að er að nálgast áttræðisaldurinn, en fékk svo skýringu á þessu margmenni, ellistyrkurinn var borgaður út í gær.
Ég leit inn í nokkrar búðir, svona til að athuga hvað ég gæti vel hugsað mér að kaupa, ég fann mikið af fallegum fötum, áberandi er guli liturinn, og er sá litur alltaf vinsæll fyrir páskana, fyrir jólin þá er það rauði liturinn.
Eftir að hafa keypt kaffið mitt og ýmislegt annað smátt og gott þá labbaði ég heim, og þá var farið að snjóa, og núna þegar að ég skrifa þetta, þá snjóar. Veturinn er kominn til okkar hér í Malmöborg.
Óska öllum góðs dags.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:40 | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið væri gaman að vera svona í erlendri borg og kynnast lífinu þar.
Bestu kveðjur.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 18:31
Njóttu dagsins mín kæra, það snjóaði aðeins hér í nótt
Jónína Dúadóttir, 20.2.2009 kl. 06:18
Takk fyrir innlitid öll sömul, ég er tölvulaus, og get ekki bloggad. En óska ykkur öllum gódrar helgi.
Sveinn hinn ungi, kannski átt tú tad eftir, hver veit
Heiður Helgadóttir, 20.2.2009 kl. 11:07
Rigning í dag og rigning í gær,en á morgun á Kári að blása,svona er þetta bara,
Já og góða helgi,og hafðu það sem allra best
Guðný Einarsdóttir, 21.2.2009 kl. 00:02
Flottur og myndrænn pistill, var komin beina leið í snjóinn í Malmö til þín, er ég las hann. Njóttu dagsins og lífsins.
Sigríður Sigurðardóttir, 24.2.2009 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.