Loksins komin heim, og er búin að vera á málverkasýningu einhverfs fólks

Þá er ég loksins komin heim eftir erfiða vakt, og þegar að ég skrifa erfiða vakt, þá þýðir það byrjun á bruna um borð, stór slys á vélamanni, vörumaður lokaður í lyftu í tæpa tvo tíma(hann fékk ekki taugaáfall, en var orðinn þreyttur á lyftu dvölinni, enda lítið hægt að gera til að stytta sér stundirnar í lyftunum hjá okkur). Og eftir öll þessi ósköp þá flaug ég í loft upp á nýbónuðu gólfi, og lá svo eins og strandsettur hvalur á gólfinu, fékk marga merkilega marbletti eftir þessa flugferð mína, en engin bein voru brotin.

Svo að ég var óskaplega glöð þegar að ég kom heim, og dreif mig strax út í grátt og hrátt veður í langan göngutúr, og dásamaði svona með sjálfri mér, hvað lífið væri nú ágætt öðru hvoru.

Á ferð minni um Malmöborg lenti ég inni á málverkasýningu, þar voru málverk eftir einhverft fólk á aldrinum 18 til 50 ára, ég hefði vel getað hugsað mér að kaupa nokkrar myndir, sumt af þessu listafólki hefði getað sagt Picasso að dingla sér út í næsta vegg.

Í kvöld er ég búin að vera svolítið inni á facebook, verð samt að viðurkenna að það er mikið skemmtilegra að blogga hérna, en það er upplagt að nota facebook til að leta að gömlum vinum og ættingjum, ég er til dæmis búin að fá facebook vinkonu, sem að ég man mest eftir sem hvítvoðung með bleyju og snuð í munninum, en hún leitaði mig uppi sú stutta, löngu hætt með bleyjuna og snuðið, og er orðin fyrirmyndar húsmóðir.

Nú slæ ég botninn í þetta, óska ykkur öllum góðrar nætur, ég er sjálf á leiðinni í rúmið mitt með stóru koddunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott þú skulir vera komin heim mín kæraÞað gengur ýmislegt á í vinnunni hjá þér... Ég er líka á Facebook og kíki þar annað slagi, ef ég hef ekkert annað að gera

Jónína Dúadóttir, 5.3.2009 kl. 06:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband