Þriðjudagsspjall

Ég verð að afsaka bloggleti mína, en hef það mér til afsökunar að ég hef haft svo mikið annað í kring um mig.

Ég er að pakka fyrir ferðina heim til Íslands, um leið pakka ég fyrir vinnuferð, sem að verður á morgun. Þetta að pakka í tvær töskur getur verið svolítið vandamál, áður en að ég vissi af, þá var ég búin að pakka niður ballkjól í vinnutöskuna, er þetta aldurinn.

Hér í Malmö er gott veður, svolítið grátt eins og venjulega, en svoleiðis eru veturnir hérna á Skáni afar gráir, og verð ég sjálf óttalega grá, bæði í útliti og á sálinni á veturna.

Ég rakst á myndina "Mýrina" þegar að ég var að snuðra í DVD myndum á niðursettu verði, þar sem að ég er nú sannur Íslendingur þá keypti ég myndina, er náttúrlega búin að sjá hana, og fannst hún góð. Konulöggan var frábær, og vona ég að hún verði áfram í þessum myndum, því að ég tel líklegt að fleiri myndir verði gerðar eftir sögum Arnaldar.

Ég slæ botninn í þetta, óska öllum góðs þriðjudags.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Eigðu líka góðan dag mín kæra

Jónína Dúadóttir, 10.3.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband