Skrifar einhver ástarbréf ??????????????????

Í morgun las ég frétt um konu sem að vildi fá ástarbréf, hún vildi fá gömul ástarbréf frá öfum okkar og ömmum, frá þeim tímum þegar að fólk skrifaði hvort öðru.

Þetta varð til þess að ég fór að velta fyrir mér hvað það hefur verið spennandi hérna áður fyrr að opna þykk ástarbréf, fullt af fallegum orðum, fögrum framtíðardraumum, sárum söknuði þar sem að viðkomandi var ekki nálægt elskunni sinni.

 Um mig fer ljúfur hrollur við tilhugsunina, ég hef ekki verið svo fræg að fá svona bréf, á mínum sokkabandsárum þá var síminn kominn, og í dag er fólk að senda hvort öðru SMS, engin rómantík þar.

Og þessir kallar mínir hafa þegar að andinn hefur komið yfir þá sent mér póstkort frá einhverri sólarströnd (ég er auðvitað ekki með) þeir grobba af hita, sem að þeir svala með einum ísköldum (ekkert annað dugar) og ef að vel lætur, þá er kannski skrifað með pínulitlum bókstöfum, "ég vildi að þú værir hérna".

Nei margt var betra hérna áður fyrr, verst ef að rómantíkin er ekki lengur í tísku, auðvitað getur vel verið að SMS séu jafn skemmtileg og vel skrifuð ástarbréf, en það er ekki hægt að setja ilmvatn á þau, en það gerðu ömmur okkar hérna áður fyrr á bréfin til kærastans.

Smáskvetta af rósavatni var algeng, og stundum var notað rautt blek, og sumir skrifuðu sínum heittelskaða eða heittelskuðu á hverjum deigi, það var nú kannski nokkuð mikið, sérstaklega ef að bréfin voru löng.

En gaman væri að fá að vita hvort að daman sem að auglýsti eftir gömlum ástarbréfum hefur verið það heppin að einhverjir laumuðu á bréfum sem að afi og amma skrifuðu hvort öðru í tilhugalífinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég hef aldei fengið ástarbréf svo ég muni... og held ég hafi aldrei sent neitt heldur... svo ég muniKannast svolítið við þessi póstkort sem þú nefnir

Jónína Dúadóttir, 11.3.2009 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband