Komin heim í heiðardalinn.................................

Og þá er ég komin til fósturlandsins, og líkar vel. Er búin að fara í Góða hirðirinn, fékk 8 ævisögur fyrir nítján hundruð, beinharðar íslenskar krónur, reyfarakaup, ég á eftir að fara þangað aftur.

Í dag fór ég í Kolaportið, gerði þar mikil og góð kaup, rúskinnsjakka fyrir nokkra þúsund kalla, flottur litur,og sölukonan var mikil sölukona, hún vildi endilega selja mér pels líka, en þá lagði ég á flótta.

Í matardeildinni keypti ég fínar flatkökur, hjónabandssælu og djöflatertu, allt var þetta meðlæti á góðu verði, og vorum við ég og mágur minn fljót að fá okkur  kaffi og með því þegar að við komum heim aftur.

Veðrið er nokkuð umhleypingasamt, áðan var sól, núna er rigning, og í kvöld á að snjóa. Eins gott að ég mundi eftir að taka með mér hlýja húfu.

En alltaf er jafn gaman að koma "heim", hitta ættingja og vini, borða góða fiskinn okkar, anda að sér heilnæma loftinu, og drekka góða vatnið okkar.

Ég læt þetta gott heita, óska öllum góðrar helgi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Frábært, haltu áfram að skemmta þér vel

Jónína Dúadóttir, 21.3.2009 kl. 17:04

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Velkomin heim á klakann, vinkona, láttu þér líða vel og ekki láta umhleypingar í veðri og pólitík trufla þig.

Sigríður Sigurðardóttir, 24.3.2009 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband