24.3.2009 | 11:44
Ég, þumalputta konan
Ég er bísí kona þessa dagana, er á kafi í ættingja og vina heimsóknum. Á sunnudaginn fór ég í bíó með ungum og fallegum piltum, sem að vilja ennþá fara í bíó með ömmu gömlu, án þess að líta flóttalega í kring um sig til að athuga hvort að einhverjir vinir sjái þá með gömlu konunni.
Í gær eyddi ég deginum með listakonunni systur minni, en það er kona sem að saumar bútasaum, telur út í púða og teppi eins og að ekkert sé, og grípur í prjónana um leið og hún horfir á sjónvarpið.
Ég, konan með þumalputta á báðum höndum, horfi hálf öfundsjúkum augum á listaverkin, hugsa með sjálfri mér að ég sé nú hálfgert viðundur, sem að hef ekki fengið neitt af þessum góðu genum, sem að annars flest kvenkyn í ættinni hefur í ríkum mæli.
En ég læt ekkert bera á þessarri öfundsýki minni, og klappa bara hundunum, henni Kollu sem að er tíu ára gömul hund kona, og er orðin svolítið þreytt og stynur mikið, og svo hann Garpur sem að er bara tveggja ára, og er ekki búinn að læraað stynja, en geltir þess meira.
Í dag skín sólin, ég er búin að finna sólglerlaugunin mín, og er á leið í bæjarferð, niður Laugaveginn, og í átt til vesturbæjarins, er hægt að hafa það betra.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æði
Jónína Dúadóttir, 24.3.2009 kl. 13:09
Æi þið eruð nú allra systurnar svo myndarlegar í höndunum :) Þið gætuð gert allt ef þið væruð með búð saman :)
Lísa G. (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.