Miðvikudagur í Reykjavík

Í gær var ég á bæjarrölti, listakonan systir mín kom og náði í mig, og var keyrt í áttina að miðbænum og var bílnum lagt á Þórsgötunni, þaðan gengum við niður Bankastræti og í áleiðis til Vesturgötunnar.

Mikið kann ég nú alltaf vel við mig í gamla bænum, ég elska litlu bárujárnshúsin, ef að ég verð einhverntíma auðug kona, þá kaupi ég gamalt bárujárnshús og eyði ellinni þar með fallegum ketti.

Eftir að hafa þrætt búðir bæjarins, var farið inn á Hressó og drukkið kaffi og með því, hérna í denn var oft farið á Hressó og borðaðar vöfflur og með þeim var drukkið súkkulaði, á kvöldin var drukkið kók og svo var farið á rúntinn, ekki veit ég hvort að rúnturinn er ennþá til, en finnst það ótrúlegt, við vorum svo barnaleg þá, miðað við æskuna í dag.

Eftir kaffidrykkjuna á Hressó fórum við í handavinnubúð, og þar keypti ég, konan með tíu þumalputtana lopa í peysu, listakonan gapti, en gaf mér góð ráð, ég fór með henni heim, og þar byrjaði ég að prjóna, þrátt fyrir tíu þumla þá gekk þetta sæmilega, ég rakti upp einu sinni, ruglaðist eitthvað þegar að ég byrjaði á stroffinu, fór svo að reikna tvær réttar og tvær vitlausar, vanar prjónakonur telja auðvitað allt öðruvísi, en þetta er mitt prjónamál, og er ég, þegar að ég skrifa þessar línur búin að prjóna heilmikið, er náttúrlega búin að komast að duldum handavinnu hæfileikum mínum, sem að engum óraði fyrir.

Læt þetta gott heita, óska öllum góðs kvölds.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrstu göturnar í Reykjavík eru einmitt þessar götur er þú nefnir,Bankastræti=Bakarabrekkan,Vesturgata=Hlíðarhúsastígur.Tek undir það að þarna á þessu svæði slær hjarta Reykjavíkur.Það er gaman að lesa um þetta svæði í Reykjavík í bókum Árna Óla sem var blaðamaður og rithöfundur hér á árum áður,þegar maður les þessar bækur hans að þá hverfur maður inní þennan tíma sem hann lýsir.Sennilega fást þessar bækur sem eru þrjár um Reykjavík,hjá fornbókabúð Braga á Kapparstíg.Nei mér skylst að gamli rúnturinn sem þú nefnir þarna sé ekki lengur til,en ansi var gaman á þeim árum þegar rúnturinn var.Oft var skroppið uppá Geitháls en þar var opið á nóttinni líkt og á Umferðamiðstöðinni,og keypt sér í goggin.

Númi (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 23:47

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Duglega prjónakona, flott hjá þér

Jónína Dúadóttir, 26.3.2009 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband