31.3.2009 | 12:30
Gönguferð um bæinn
Í gær fór ég í langa gönguferð um gamla bæinn, ég rölti þetta ein í góða veðrinu, og naut þess að fara um gamlar slóðir.
Allt mitt fólk býr annað hvort í Kópavogi, Breiðholti eða Grafarvogi, og liggur við að mér finnist vegalengdirnar alltof langar, bærinn var ekki svona stór þegar að ég átti heima hérna, enda líkar mér best við gamla bæinn, ég rata þar.
Auðvitað fór ég öðru hvoru inn í búðir, svona til að kanna úrval og vöruverð, flestar búðir sem að ég heiðraði með nærveru minni voru tómar af fólki, kúnnarnir lýstu með fjarveru sinni, það var bara ég og afgreiðslufólkið, og var mér auðvitað veitt heilmikil athygli, í einni búðinni hætti konan að tala í gemsann sinn, hún var greinilega mitt í spennandi umræðuefni, ég held að einhver hafi verið að skilja, auðvitað skilur fólk þó að það sé kreppa og allt í voli. Ég varð svo upp með mér af þessari athygli og skoðaði óvenju mikið hjá henni, án þess að kaupa nokkuð, en sá að hún greip gemsan um leið og að ég fór út, og gat hún vonandi haldið áfram samtali sínu um vinkonuna sem að var að skilja.
Ég er búin að vera með slæman hósta og fór í apótek til þess að kaupa lýsi og hóstasaft, ég varð ekkert smávegis upp með mér þegar að ég fékk að kaupa tvær flöskur af danskri hóstasaft, náttúrlega var ég rannsökuð af apótekaranum áður, og var það samþykkt að ég, kellingin með tíu þumalputta fengi tvær flöskur af þessari hættulegu saft, trúlega leit ég ekki út fyrir að vera kona sem að dytti bara í það um leið og ég væri komin með þá dönsku í hendurnar.
Í gærkvöldi sat ég hjá gamalli vinkonu minni, hún er ein af þessum myndarlegu konum, sí prjónandi fyrir utan allt annað sem að hún afrekar með fimum fingrum sínum, ég hef nú ekki átt mikið við prjónamennskuna síðustu daga, en bara naut þess að horfa á hana.
Ég vil þakka "Núma" fyrir góðar leiðbeiníngar, um leið verðið þið sem að endist til þess að lesa bullið í mér, að afsaka að ég geri ekki margar athugasemdir hjá ykkur.
Óska öllum góðs dags.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:12 | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Óska þér líka góðs dags mín kæra
Jónína Dúadóttir, 31.3.2009 kl. 12:43
Njóttu dagsins, mín kæra,
Sigríður Sigurðardóttir, 31.3.2009 kl. 16:20
Voru það ekki einu sinni Norskir brjóstdropar sem voru mikið keyptir sterkir og já virkuðu vel man ég
Guðný Einarsdóttir, 3.4.2009 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.