Miðvikudagur og þoka

Rétt áðan var ég að dáðst að fegurð Esjunnar og Akrafjalls, núna hálftíma seinna sést ekki í þessi fallegu fjöll, því að allt í einu skall á þoka sem að felur fjalla hringinn, og rigningin lemur rúðurnar hérna hjá mér, um leið og ég skrifa þetta.

En þrátt fyrir þessar miklu og öru veðra breitingar, þá er landið okkar eitt af fallegustu löndum í heimi, og sé ég það betur og betur, því að hérna áður fyrr sá ég náttúru fegurðina með öðrum augum, tók því sem sjálfsögðum hlut hvað landið okkar var og er fallegt.

Fólkið hérna er mikið stressaðra en í Svíþjóðinni, en hérna er þotið á milli staða í ræktina á allskonar fundi fyrir utan vinnuna, en sem betur fer hafa allir sem að ég þekki haldið vinnunni þrátt fyrir kreppu og öll þau leiðindi sem að fylgja henni.

Í kvöld er meiningin að skella sér í spa, kellingunni með þumalputtana er boðið með hóp af fallegum konum á öllum öldrum, og hafði ég vit á því að henda sundbol  niður í ferðatöskuna, auðvitað kem ég eins og ný og betri manneskja eftir spa ferðina, hefði ekki haft neitt á móti því að losna við hóstann, en þeir "dönsku" eru nokkuð góðir, og fer ég aftur á stúfana og kaupi flösku sem að ég tek með mér til Svíþjóðar, en þar er ekki hægt að kaupa þessa sterku dropa, trúlega er of mikið áfengi í dropunum, og sænsku þjóðinni ekki treyst til að drekka hóflega af  þessum sterku bauna dropum.

Læt þetta gott heita, óska öllum góðs dags.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 2.4.2009 kl. 06:07

2 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Er mín bara að spóka sig á Íslandinu góða

Hafðu það gott..

Guðný Einarsdóttir, 3.4.2009 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband