Komin heim, og farin að heiman

Þá er ég sjókonan með tíu þumalputta komin heim til Svíþjóðar. Ég fór frá föðurlandinu mínu snemma á mánudagsmorgun, og var komin til núverandi heimalands rétt eftir hádeigi.

Ég er alltaf heltekin af söknuði þegar að ég á að kveðja ættingja og vini, ég vil helst ekki þurfa að kveðja fólk, og fátt er óskemmtilegra en að kveðja á flugvöllum, þá er eins og að allir séu komnir í vandræði með umræðuefni, kannist þið við þetta.

Ferðin var annars ákaflega vel heppnuð, þrátt fyrir breytilegt veður og kreppuna sem að allir töluðu um.

Verst var að sjá draugahverfin, húsin sem að standa hálfbyggð og tóm af íbúum og með til sölu skilti í flest öllum gluggum. Hver á eftir að búa í þessum húsum, verða þau rifin, eða kemur til greina að verð á íbúðum og húsum lækki það mikið að venjulegt fólk geti keypt yfir sig húsaskjól á sómasamlegu verði.

Ég fór drekkhlaðin af góða Íslenska matnum okkar, í farangri mínum leyndust, saltfiskur, bjúgu, flatkökurnar góðu frá Selfossi, harðfiskur og söl.

 Búið var að hræða mig með tollfólkinu á vellinum, og að væri farið með matarsmyglara eins og verstu eiturlyfjasmyglara, þetta er ekki satt, ég hef sjaldan hitt eins skilningsríkt fólk og tollfólkið þar, því að auðvitað var ég kölluð afsíðis og látin opna töskuna mína sem að var víst grunsamleg á mynd.

Ég gerði það með glöðu geði, útskírði fyrir þeim að mig langaði svo oft í góða Íslenska matinn okkar, og var mér klappað á öxlina og sleppt við það, þannig að tollfólkið sem að var að vinna á mánudagsmorgninum fær hæðstu einkunn frá mér.

Og mikið var nú gaman að koma í Bónus og að stúlkan á kassanum var íslensk, það kom svo á mig að ég hafði orð á því við vinkonu mína, sem að var með mér í búðarferðinni, stúlkan á kassanum brosti þegar að ég talaði um þetta.

Mér gengur illa með prjónaskapinn, þumalputtarnir eru ekkert fyrir þessa blessuðu handavinnu, við vini og ættingja segist ég vera að hanna eitthvað spes munstur, allt hefur maður sér til afsökunar.

Ég er að fara að pakka niður fyrir vinnuferð, búið er fríið góða, við tekur alvara lífsins. Ég er ekki búin að fá uppsagnarbréf, en þrátt fyrir það þá hef ég áhyggjur af framtíðinni, þetta kemur í ljós allt saman, en verst er að vinnufélagar mínir sem að um leið eru góðir félagar mínir hverfa frá mér, og auðvitað er framtíðin ekki björt hjá þeim.

Ég læt þetta gott heita, þakka ykkur öllum sem að hafa gert athugasemdir hjá mér, og óska ykkur öllum góðs dags.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gleðilega páska ljúfan mín

Jónína Dúadóttir, 11.4.2009 kl. 11:49

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Vonandi hafðiru það gott um páskana, vinkona!

Sigríður Sigurðardóttir, 15.4.2009 kl. 17:44

3 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Sömuleiðis kæru vinkonur

Heiður Helgadóttir, 15.4.2009 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband