15.4.2009 | 21:19
Um allt og ekkert
Jæja, þá er ég komin heim, eftir annasama viku úti á sjó. Þrátt fyrir kreppu og atvinnuleysi er búið að vera mikið að gera hjá okkur, ekki varð ég vör við peninga skort, þegar að kúnnarnir keyptu ótal flöskur af sterku, og nokkur ilmvatnsglös fylgdu með ofaní pokana. En auðvitað var verið að fagna páskunum, enda margir frídagar.
Hér á Skáni hefur verið indælt veður, fólkið sem að var í fríi hefur getað setið í sólbaði, við ræflarnir sem að vorum að vinna vorum í svitabaði, þar sem að flekktarnar voru bilaðar, og við notum sömu þykku fötin allt árið, en við létum það ekki á okkur fá, og tókum brosandi á móti gestunum, með svitastraumana rennandi niður eftir andlitum okkar.
Ég er strax komin með heimþrá, ég sakna landsins míns, og vina og ættingja þar, ég var svo heltekin af heimþrá þegar að ég komst heim til mín í dag, að ég réðist á harðfiskpakka, og át úr honum standandi í kápunni, og sparaði ekki smjörið, eftir þetta græðislega át, ákvað ég að skella mér í mollið og athuga hvort að einhverjar nýungar hafi orðið þar á þessum fjórum vikum sem að ég hef ekki komist þangað, en verð að viðurkenna að ég sá fátt sem að vakti athygli mína.
Um leið og það fer að birta og sólin kemur fram, þá ber meira á rónum og utangarðsfólki, allir bekkir eru þéttsetnir af þeim, oftast eru þeir glaðir og veifa óspart með plastflöskum með bleikum vökva, sem að þeir súpa á, og eru margir um sömu flöskuna. Ég held að þessi vökvi sé einhverskonar spritt, sem að er notað þegar að grillað er á gamla mátann, með kolum, en greinilega er hægt að komast í mikið stuð af þessum vökva, og virðast þeir una sér vel, og skipta veigunum bróðurlega á milli sín.
Nú ætla ég að leggjast uppí rúmið mitt með stóru koddunum, og bara sofa eins lengi og ég get, engin bansett vekjaraklukka á eftir að ónáða mig í fyrramálið.
Óska öllum góðrar nætur.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:26 | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Láttu þér líða vel í fríinu og vonandi færð þú líka gott veður
Jónína Dúadóttir, 16.4.2009 kl. 06:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.