22.4.2009 | 08:11
Miðvikudagur til mikillar mæðu, eða ?
Þá er komið að síðasta blogginu, nei, nei, ég er ekki hætt, bara komin í viku pásu. Þarf víst að fara að vinna fyrir kaupinu mínu, og vera þakklát fyrir að vera með vinnu.
Og enn skín sólin á okkur hérna á Skáni, eiginlega hefði ég viljað að það væri rigning, það er mikið skemmtilegra að fara í vinnuna í rigningu.
Í gær þvoði ég eldhúsgluggann hjá mér, eftir mikið puð við gluggaþvott þá skín sá gluggi í kapp við sólina, það eina neikvæða við þennan dugnað minn, er sá, að ég verð greinilega að þvo og pússa hina gluggana í næsta fríi, þar sem að ég sé ekki almennilega til veðurs nema í eldhúsinu.
Skattaskýrslan bíður mín í næsta fríi, af einhverjum undarlegum ástæðum, þá leiðist mér að gera skattaskýrslu, eiginlega er mér illa við orðið skattur, mér sárnar að borga marga þúsundkalla í hverjum mánuði í skatta, ég hefði getað gert svo mikið annað fyrir peningana. Ég hefði lifað góðu og áhyggjulausu lífi á skattapeningunum mínum.
Og ég er þreytt á að sjá allt liðið á götum bæjarins sem að aldrei hafa unnið og borgað skatta, en lifa um leið sæmilegu lífi á mínum sköttum. Sumt af þessu fólki hefur aldrei ætlað sér að vinna í sínu nýja landi, það fer bara til félagsmálastofnunarinnar í hverjum mánuði og nær í aurana sem að þeim er úthlutað, en þyrfti ég að leita þangað, þá væri mér sparkað út á mínútunni, þar sem að ég asninn hef alltaf unnið.
Nú er ég komin út fyrir það sem að ég ætlaði mér, þetta er allt saman skattaskýrslunni að kenna.
Óska öllum góðs dags, nú fer einkabílstjórinn minn að koma.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fj... skattaskýrslanGóðan dag mín kæra og gangi þér vel í vinnunni
Jónína Dúadóttir, 23.4.2009 kl. 07:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.