Komin heim

Jæja þá er víst búið að kjósa heima á Íslandi. Vonandi kusu nú allir rétt, og vonandi verður nú staðið við öll kosningaloforðin. Ég hef ekki getað fylgst með þessum ósköpum, og veit ekki hverjir unnu, en er fegnust því að hafa sloppið við að þurfa að kjósa, og um leið að hlusta á öll loforðin sem að eru gefin fyrir kosningar, en sem að gleymast oftast jafn fljótt, eftir að þeir sem að lofa mestu, hafa komist til valda.

Hér á Skáni er sumarveður, yfir tuttugu stiga hiti, léttklætt fólk úti á götum borgarinnar, sumir éta ís, aðrir drekka gos, og enn fleiri sitja með ískaldan bjór. Þetta veður á að haldast fram yfir helgi, en þá er spáð rigningu. Þannig að ég ætla mér að liggja í leti og sleikja sólina næstu daga, ég læt gluggaþvott eiga sig næstu daga.

Óska öllum góðrar nætur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Alltaf gott að koma heim og auðvitað ennþá betra þegar veðrið er svona frábært

Pé ess: Ég kaus auðvitað rétt og mitt fólk vann

Jónína Dúadóttir, 30.4.2009 kl. 08:00

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Mikið var nú gott að rétt fólk vannþá fer nú að birta til á landinu okkar góða.

Heiður Helgadóttir, 30.4.2009 kl. 11:39

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Velkomin heim kæra Heidur mín.Er bara ad dúlla mér he´rna í gardinum í hitanum og tarf ad kæla mig innandyra med stuttu millibili.

Hjartanskvedja  frá Hyggestuen.

Gudrún Hauksdótttir, 1.5.2009 kl. 15:33

4 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Alltaf gott að koma heim...Sem betur fer eru þessar kosningar búnar

Guðný Einarsdóttir, 6.5.2009 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband