Langt síðan að ég bloggaði

Það er svo langt síðan að ég bloggaði, að ég veit varla á hverju ég á að byrja. En ástæðan fyrir bloggleti minni er einfaldlega sú, að ég er búin að vera á kafi í námskeiðum og alls kyns fundum í sambandi við vinnuna, og er gjörsamlega galtóm þegar að ég kem heim.

En ég horfði á söngvakeppnina í gær, sá flesta, og rétt lag vann, og auðvitað var Island meiri háttar, unga stúlkan í öskubuskukjólnum var frábær, og kom mér mest á óvart að hún fékk ekki fleiri stig.

Sænska daman er auðvitað mjög góð, en átti eiginlega ekki heima þarna, enda átti ég aldrei von á að hún kæmist langt.

Í dag skín sólin hjá okkur hérna í Malmöborg, í gær var grátt veður og rigning, svona veður sem að afsakaði að ég undirrituð lá mest fyrir í sófanum, og horfði á, bæði matarprógrömm og spennumyndir, verð samt að viðurkenna að ég sofnaði í miðjum myndum, ég veit ekki hver það var sem að myrti gömlu konuna í einni myndinni, en get best trúað því að það hafi verið tengdasonurinn.

Ég læt þetta gott heita, en óska öllum góðs dags


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Flott hjá þér Heiður,varst þú ekki nokkuð stolt að vera íslendingur í gærkveldi,???þetta var frábært kvöld,norðmenn sprengdu stigatöppluna með stæl,frábært hjá þeim,og hin gullfallega stúlka frá íslandi Jóhanna kom íslensku þjóðinni á óvart og tók annað sæti með stæl,norðurlöndin áttu þetta kvöld,hér er búið að vera dásamlegt veður,maður grillaði fyrir sönginn og hafði engar áhyggjur á mistökum og lötum stjórnmálamönnum sem ekkert kunna til vera,nema hugsa um ESB,á meðan þjóðinni blæðir út,þessu öllu gat maður ýtt frá sér í gærkveldi og verið mjög glaður og stoltur, bið innilega að heilsa ykkur út til Malmörborgar og vonandi eru þið stoltir íslendingar í dag,kær kveðja,konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 17.5.2009 kl. 10:18

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Þakka þér fyrir góða kveðju, jú ég var stolt af henni Jóhönnu, alltaf gaman þegar að landar mínir skara fram úr hinu liðinu, á jákvæðan hátt.

Og ekki á fólk að velta sér uppúr mistökum ruglukollanna svona á meðan að það er verið að grilla

Með bestu kveðju

Heiður Helgadóttir, 17.5.2009 kl. 11:53

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gaman að lesa frá þér aftur

Jónína Dúadóttir, 18.5.2009 kl. 06:41

4 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Þakka þér fyrir það mín kæra

Heiður Helgadóttir, 18.5.2009 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband