18.5.2009 | 20:29
Um allt og ekkert
Í kvöld hugsaði ég mér gott til glóðarinnar, og ætlaði að lesa blogg hjá bloggvinum mínum, sem að ég hef ekki haft tíma til síðustu vikur(já lífið snýst um mikið annað en blogg).
En mér til mikillar undrunar, eru þrjár af bloggvinkonum mínum búnar að læsa blogginu sínu.
Ein bloggvinkona er hætt að blogga hérna á Mogganum, einn aðalgæinn er mest á fjésbókinni, og svona mætti lengi telja.
Kemur til greina að Moggabloggið sé ekki inni lengur, er ég hallærisleg ef að ég held áfram að blogga, á ég að snúa mér að fjésbókinni, sem að mér finnst vera hálf leiðinleg, en er óskaplega vinsæl. Margir eru með fleiri hundruð manns sem VINI, ég ræfillinn er bara með fimmtíu vini, skrifa það með litlum stöfum, ég skammast mín fyrir að vera svona óvinsæl.
En svo er ég svoddan kjáni að mér finnst þessir fjésbókar leikir frekar leiðinlegir. Mér er svo sama hverjir halda að ég sé þrælvön strippa, og borgi fólk út úr steininum, ég hef aldrei dansað nektardans, en náð í fólk úr steininum, hef ég gert(borgaði ekki neitt).
Hér í Malmö er fínt veður, ég hef ekki getað notið þess sökum mikilla anna á heimili mínu. Miskunnarlaust hef ég þurrkað allt ryk sem að hafði safnast fyrir á ótrúlegustu stöðum. Alla glugga hef ég þvegið, ryksugan hefur verið í gangi meira og minna í allan dag, ég er eiginlega örmagna eftir þessi ósköp, en nú get ég ekki lengur skrifað nafnið mitt í svörtu bókahillurnar.
Og svona í lokin vil ég minna alla á, að lesa bloggið hjá" Alkanum", en það sem að hann skrifar um, á erindi til allra, sem betur fer er hann ekki búinn að læsa blogginu sínu.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:20 | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst eitthvað hlýlegra yfir moggablogginu en fésbókinni, þótt ég sé þar líka. Haltu þig bara við Moggabloggið :-)
Brosveitan - Pétur Reynisson, 18.5.2009 kl. 20:45
Mér þykir vænt um að þú skulir vera hér... var farin að halda að þú værir líka stungin af
Jónína Dúadóttir, 19.5.2009 kl. 06:14
Ég er lítid á blogginu en meyra á FB.Tad er meyra líf en madur getur sagt svo.Annar finnst mér vænt um alla mín bloggvini hef verid einstaklega heppin med tá.
Var á ferdinni ekki fyrir löngu í Malmø ..Bara svona kíkja á bæinn.Bordadi pizzu á ítalskastadnum á göngugötunni og drakk kaffi og medí á kaffihúsinu tar rétt hjá.
Alltaf gaman ad koma til Malmø.
Kvedja frá Jyderup.
Gudrún Hauksdótttir, 21.5.2009 kl. 09:23
Er sammála þér Heidi. Meira gaman á blogginu.....fésið er ekki alveg að gera sig hjá mér...nenni sjaldan að sinna því!
Sigríður Sigurðardóttir, 21.5.2009 kl. 09:46
Bestu kveðjur til ykkar allra, og Guðrún þú hefðir átt að hafa samband
Heiður Helgadóttir, 28.5.2009 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.