28.5.2009 | 11:00
Loksins komin heim
Og þá er kominn fimmtudagur, og ég er komin heim, eftir vægt til orða tekið, geðveika viku úti á sjó.
Í kreppunni og atvinnuleysinu, ferðast fólk með okkur,og um leið, keppist fólk við að versla hjá okkur, og vinsælasta varan er sterkur vökvi í flöskum, svona vökvi sem að gerir sumt fólk glatt, aðra minni glaða.
Auðvitað erum við ánægð með þetta, við sem að vinnum á ferjunni, um leið botnum við ekkert í þessu fjölmenni hjá okkur, en vonum að þetta eigi eftir að haldast, og um leið að þeir sem að hafa misst vinnuna hjá okkur, verði endurráðnir.
Á meðan að ég var í vinnunni, kom ung stúlka inn á heimili mitt, nei, ég veit lítið um hana, annað en að hún er vinkona frænku minnar, og fékk að búa hjá mér, til að spara sér dýran hótelkostnað. Ég hef haft mikið fólk inni á mínu heimili, en engan sem að hefur vökvað blómin fyrir mig, kærar þakkir til Möggu, og vertu alltaf velkomin til mín.
Í dag er veðrið sæmilegt, en á morgun á að vera príma veður, sól og mikill hiti, ég hugsa mér gott til glóðarinnar að leggjast út í garðinn okkar, með góða bók, og bara að liggja í leti.
Óska ykkur öllum góðs dags.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:44 | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.