1.6.2009 | 10:08
Ef að þetta er sönn frétt, þá er það góð frétt
Ef að þetta er sönn frétt, þá er það góð frétt. Ævin hjá þessari vesalings konu hefur ekki verið svo skemmtileg hingað til.
Og ef að henni hefur tekist að fá trú á hinu kyninu aftur, eftir þá meðferð sem að hún þurfti að þola árum saman af föður sínum, og jafnvel fleirum(ég hef alltaf efast um að pabbi hennar hafi verið einn um þetta), þá er bara að gleðjast yfir því, og um leið að dáðst að því hvað manneskjum getur tekist að loka á hörmulega fortíð, og geta um leið tekið á móti framtíðinni með opnum örmum.
Við hin, sem að höfum ekki þurft að ganga í gegn um sömu raunir, gætum lært á þessu, við gætum hætt að velta okkur upp úr gömlum leiðindahlutum, því að hver nýr dagur gefur nýtt tækifæri, þess vegna eigum við líka að taka á móti framtíðinni með opnum örmum.
Elisabeth Fritzl finnur ástina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:12 | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vona svo sannarlega að þessi kona nái sér, því ef það er einhver sem á það skilið að eignast gott líf, þá er það hún. Ég er samt með spuringar í huganum vegna þessa sambands. þarna er hún komin í samband við mikið eldri mann (föðurímyndin, ganga í hlutverk sem hún þekkir) og maður spyr sig hvernig samband er þetta? Ræður hann yfir henni? En vonandi er þetta bara góður maður sem hefur skilning á því hvað hún hefur þurft að þola. Ég veit svo sem að maður á ekki að tortryggja alla skapaða hluti, en umræðunnar vegna má alveg velta þessu fyrir sér.
Valsól (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 10:36
Já, ástin er yndisleg og ég vona að þetta haldi hjá þeim. Greyið konan á allt það besta skilið og alla mína samúð.
Kolbeins, 1.6.2009 kl. 12:47
Stórkostlegur sigur manneskju yfir ómanneskjulegum aðstæðum!
olafur m. (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 13:16
Ég segi eins og Valsól: Vonandi er hún að lifa lífinu á réttum forsendum.
DíDí (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 14:12
hefur tekist að fá trú á hinu kyninu aftur ? átti hún ekki syni? en ef þetta er satt þá sínir þetta bara hvað þessi kona er rosalega sterk vonum bara að börninn hennar fá stirk frá henni og nái sér líka verði ekki eins og Geny.
Conner (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 17:13
Valsól, verð að viðurkenna að ég tók líka sérstaklega eftir að skrifað var að hann væri þó nokkuð eldri en hún, um leið þarf trúlega þroskaðan mann til að taka að sér konu sem að hefur gengið í gegn um þessi ósköp.
Kolbeins, sem betur fer er víst ástin til
Dídí, er svo sammála.
Conner, ég held að það sé erfitt að misskilja hvað ég á við. Konur geta misst trúna á hinu kyninu, synir(börnin) þeirra eru aldrei reiknuð með í þeim hóp.
Heiður Helgadóttir, 1.6.2009 kl. 17:57
Gott er ef satt er
Jónína Dúadóttir, 2.6.2009 kl. 08:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.