18.9.2009 | 08:53
Annasamir dagar í Malmö
Í dag er þetta fína haustveður, í gær var sama veður. Það er sól og frekar hlýtt á daginn, svo verður nokkuð kalt á nóttinni.
Ég hef verið dugleg þessa frívikuna, þó svo að ég seigi sjálf frá, eins gott að ég láti fólk vita af þessum dugnaði mínum, hef á tilfinningunni að flestir sem að þekkja mig, haldi að ég liggi bara í leti hérna heima í litla húsinu okkar.
Á miðvikudaginn bakaði ég, og árangurinn varð frábær, en ég bakaði kanelsnúða sem að urðu svo góðir að þeir hreinlega bráðnuðu í munninum á þeim sem að fengu að smakka þá.
Hans á fyrstu hæðinni, sem að gerði lítið úr fyrri bakstur minn af kanelsnúðum hélt að ég hefði keypt snúðana, og leit á mig með virðingarsvip þegar að ég útskýrði fyrir honum að ég hefði nú hnoðað deigið sjálf.
Ég bakaði líka brauð, svo kallað, en það eru snúðar fylltir með mjúkosti, þessir frábæru snúðar eru borðaðir með hvítlauksolíu, sem að ég bý til sjálf(hvað annað) ég pressa hvítlauk í olíu, set salt og pipar og smá ögn af Sambal Olek. Þetta er gott með snúðunum, og flest öllu brauði og grænmeti.
Í gær bjó ég til kjötbollur, pínulitlar eins og að þið kaupið í Ikea, nema að mínar urðu náttúrlega mikið betri en þeirra kjötbollur, sem að ég hef grun um að pínulitlir Kínverjar eða Tælendingar rúlli á akkorði .
En í gær prófaði ég að setja Kornflex í kjötbollurnar, í staðinn fyrir rasp, og árangurinn varð það góður, að ég hér eftir set bara Kornflex í mínar kjötbollur og hananú.
Ekki veit ég hvað ég á eftir að afreka í dag, annað en að langur göngutúr í fallega haust veðrinu er næst á dagskrá hjá mér.
Óska öllum góðs dags.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:21 | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikill myndarskapur í þér,góða helgi..........
Guðný Einarsdóttir, 18.9.2009 kl. 10:50
Vá... ég hélt nú aldrei að þú lægir bara alltaf á meltunni, en þetta er hrikalegur dugnaður
Jónína Dúadóttir, 19.9.2009 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.