27.12.2009 | 23:49
Loksins.............................
Ég hef ekki bloggað í lengri tíma, kannski hélduð þið að ég hafi gefið upp öndina eftir að hafa verið sprautuð og misþyrmt í sambandi við svína inflúensuna. En svo var ekki, þessi sprauta sem að ég fékk var afar örvandi, ég þrammaði um hálfann bæinn eftir að ég fékk hana, og vil nú ráðleggja öllum að drífa sig í flensu sprautur.
Jólin eru nú að taka enda, sem betur fer. Ég er með það á hreinu að ég hef bætt á mig aukakílóum á þessum þremur dögum, ég er komin með heljarmikla grautarvömb, ekki skrítið, ég bjó til jólagraut sem að hefði verið passlegur fyrir fimmtán manns, en við vorum bara fimm í kotinu hjá mér, og einn af þeim borðaði ekki graut.
Svo að ég ét graut í öll mál, því að á krepputímum á ekki að henda mat, en mér til mikillar gleði þá endist grauturinn bara á morgun, og þá get ég með góðri samvisku borðað eitthvað annað.
Fyrir jólin kom snjórinn til okkar, og mikið hafarí á vegunum, ég var úti á sjó og varð lítið vör við þetta, en fannst svo jólalegt að sjá alhvíta jörðina svona í fjarlægð, en núna er allur snjór farinn.
Ég verð að viðurkenna að ég er ekki búin að skrifa á jólakortin, geri það bara á næsta ári, kaupi kannski nýjárskort og krota kveðju á þau til ættingja og vina.
En þið sem að lesið bloggið mitt, ég óska ykkur öllum Gleðilegs nýjárs, og þakka ykkur fyrir tryggðina við mig, Sigga hjúkka og hún Jónína mín sem að er svo dugleg að prjóna, ég er ekki búin að gleyma ykkur, hef bara verið löt og önnum kafin svona í lok ársins.
Óska öllum góðrar nætur
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Breytt 28.12.2009 kl. 00:43 | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er gott þú ert heil heilsu mín kæra og ekki búin að gleyma mérHér byrjaði að snjóa á Þorláksmessu og snjóaði stanslaust í 3 daga... svakalega jólalegt til að byrja með en núna er þetta bara orðið allt of mikið...Já ég er að prjóna... engar fréttir það en núna er ég að prjóna lopapeysu á sjálfa mig, það hef ég aldrei gerst áður
Gleðilega hátíð ljúfan mín og takk fyrir árið sem er að líða
Jónína Dúadóttir, 28.12.2009 kl. 06:29
Gleðilegt ár sömuleiðis, mín kæra.
Þórhildur Daðadóttir, 29.12.2009 kl. 17:02
Bestu kvedjur til Malmø kæra Heidur.
Gledilegt ár og takk fyrir gód kinni á árinu sem leid.
Kv.
Gurra
Gudrún Hauksdótttir, 5.1.2010 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.