Færsluflokkur: Bloggar
10.11.2008 | 13:02
Af hverju er ekki fólk með hjálm
Ég varð hálf rugluð þegar að ég las þessa frétt, voru þau þrjú á vespunni.
Af hverju er ekki fólk með hjálm, og viðeigandi hlífðarfatnað. Ég veit að mörgum finnst þetta, að vera með hjálm, vera bæði hallærislegt og hlægilegt, þegar að sannleikurinn er sá að hjálmur hefur bjargað mannslífum, sem vörn mót alvarlegum höfuðhöggum.
Ég hvet eindregið allt hjólreiðafólk til þess að láta sér ekki detta í hug að hjóla án þess að vera með hjálm.
Um leið votta ég aðstandendum ungmennanna sem að lentu í þessu hörmulega slysi samúð mína.
Slasaðist alvarlega í vespuslysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.11.2008 | 11:55
Á kepputímum
Kreppan getur nú ekki verið svo slæm, ef að átján þúsund sáu nýjustu Bond myndina, það er nú bara fyrir utan allar aðrar myndir sem að eru sýndar þessa dagana, og trúlega vel sóttar.
18 þúsund sáu Bond um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2008 | 10:25
Hugleiðingar um Kolaportið, Geirfinnsmálið m.m.
Kominn er mánudagur, hér er grátt rigningar og rok veður, svona veður sem að er best að sjá út um gluggann hjá sér, ekkert veður sem að ég vil fara út í, ég verð bara heima hjá mér í dag.
Ég er búin að lesa blöðin á netinu í dag, en ég les DV, Vísir og svo auðvitað Moggann.
Mikið er að gera í Kolaportinu, ég elska Kolaportið, ég reyni að komast þangað í hvert skipti sem að ég kem heim. Góði hirðirinn er líka í uppáhaldi hjá mér, þar hef ég keypt helling af ævisögum fyrir skít á priki, þar sá ég marga eigulega hluti fyrir sanngjarnt verð, sú búð fær fimm stjörnur hjá mér.
Ég las um tvo menn sem að búa í húsbílum á tjaldstæði í Hafnarfirði, þar á að loka fyrir rafmagnið hjá þeim, ég spyr hversvegna, í mörgum löndum eru stærðarinnar hverfi af húsvögnum og húsbílum, og þar sem að útlitið er svart hjá mörgum íbúðareigendum núna, er þá ekki upplagt að leifa fólki að búa í húsvögnunum sínum, og auðvitað borga sanngjarna leigu fyrir plássið og rafmagn.
Og lífverðir passa Dabba og fleiri, í litla landinu okkar þurfa menn að vera með lífverði. Hver borgar kaupið þeirra, er það íslenska þjóðin, eða taka þeir sem að eru passaðir, af vel spöruðum einkasjóðum sínum.
Mikið er komið af nýjum bókum heima á Íslandi, ekkert kreppu væl hjá bókaútgefendum, ég er búin að sjá nokkrar bækur sem að ég vil gjarnan lesa.
Ég vil lesa bókina hennar Jónu, sem að bloggar hérna, og skrifar svo undurvel um drenginn sinn og litlu fjölskylduna sína, hún er frábær penni.
Og ég vil endilega lesa bókina um Erlu, en ég man vel eftir Geirfinnsmálinu (hver getur gleymt því), hef alltaf haldið að þessir unglingar sem að voru dæmdir fyrir hvarf hans, hafi verið saklaus af hvarfi hans, og verið meira og minna neydd til þess að játa.
Og trúlega voru þau frábær fórnardýr, krakkar sem að voru á kafi í rugli, létt að fá þau til að játa hvað sem var, og með svolítið skrautlega fortíð.
En um leið og ég er að skrifa þetta dettur mér í hug, skildi sannleikurinn í þessu Geirfinnsmáli nokkurtíma koma fram, er einhver sem að veit hvað það var sem að skeði, á sú manneskja eftir að gefa sig fram, eiga þessi fjögur sem að voru dæmd, eftir að fá uppreisn æru sinnar, eiga þau eftir að geta horft stolt framan í almenning, eftir að hafa tekið út margra ára dóm fyrir glæp sem að þau hafa ekki framið.
Með þessum orðum slæ ég botninn í mánudags hugleiðingar mínar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.11.2008 | 09:47
Fjör á Austurvellinum
Hér er hið besta veður, sólin er farin að skína á okkur hér í Malmöborg, upplagt veður fyrir hressandi göngutúr.
Mikið hefur gengið á á Austurvelli í gær, bruðlað með bæði egg og mjólkurafurðir, það jákvæða er að einhverjir hafa fengið aukavinnu við að þvo egg og mjólk af alþingishúsinu.
Ég dáist að löndum mínum sem að hafa dug og þrek til að reisa sig upp og mótmæla ölum skítnum heima, mest kemur mér á óvart ef að verkalýðsfélögin eru ekki með í þessum mótmælum, nema að þau séu orðin eins og allstaðar annars staðar í heiminum, bullandi endalausa vitleysu, og standa ekki við neitt af sínum ótal mörgu loforðum.
Og flest öll kúra í fanginu á atvinnurekandanum, og flest allir samningar sem að eru gerðir, eru atvinnurekandanum í vil, ekki fólkinu sem að borga launin þeirra. Þannig er það meira og minna hér í Svíþjóð, og mitt verkalýðsfélag er engin undantekning, enda hafa verið uppi háværar umræður hjá okkur í minni vinnu, að seigja okkur úr félaginu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.11.2008 | 08:56
Ekkert má nú
Á Adamsklæðum eftir konubrók | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2008 | 19:04
Verst að vera ekki með í mótmælunum
Stundum er ég virkilega svekkt yfir að búa ekki heima á Íslandinu mínu, ef að ég væri búsett þar, þá hefði ég getað mætt í mótmæli alla laugardaga, ég hefði haldið á stóru spjaldi fyrir framan mig. Á því hefði til dæmis staðið "BURT MEÐ DABBA; TAKIÐ MIG Í STAÐINN", eða "TIL FJANDANS MEÐ ALLA RÍKA, INN MEÐ FÁTÆKA; GAMLA OG HEIMILISLAUSA", ég hefði gert lukku held ég.
Svo hefði verið hressandi að fá sér góðan kaffisopa eftir vera búin að mótmæla óréttætinu, ekki hefði skaðað að fá nýbakaða ástarpunga með kaffinu.
En ég dáist að fólki sem að hefur kjark og dug til að mæta þarna, og vona ég að árangur hafist af þessu öllu saman.
Hér í Malmö er hið besta veður, sólin var eitthvað að glenna sig hérna í dag, ég setti upp sólgleraugu og fór í göngutúr. Fékk þær góðu fréttir í dag að ferjan okkar er ekki búin í slipp, þannig að margir frídagar eru eftir hjá okkur á minni vakt. Ekki amalegt að vakna heila viku í viðbót í eigin rúmi, og nú á ég við að losna við að sofa um borð á vinnustaðnum mínum, svona ef að einhverjir halda nú eitthvað annað.
Óska ykkur góðs laugardagskvölds öllum saman
Bloggar | Breytt 9.11.2008 kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.11.2008 | 05:17
Smávegis frá húsinu mínu
Í gærkvöldi fór ég snemma að sofa, það var þægileg tilfinning að liggja í rúminu sínu, með hlýja sæng og stóra kodda, úti blés vindurinn, ég las spennandi glæpasögu þangað til að ég gat ekki haldið augunum opnum lengur, og sofnaði.
En þar sem að ég sofnaði svona snemma, þá vaknaði ég snemma, og núna sit ég og hlusta á hljóð hússins míns, um leið og ég sit hérna fyrir framan tölvuna mína.
Maðurinn á þriðju hæðinni var greinilega að fara í vinnuna, hann heitir Hugo, engin veit hvað konan hans heitir, enda fer lítið fyrir þeirri konu, ég hef rekist á hana í þvottahúsinu, og bara náð því að bjóða góðan daginn.
Hugo og nafnlausa konan hans eru ekki vinsæl af öðrum íbúum hússins, Hugo hefur trúlega haft drauma um að syngja óperu, stundum heyrum við hann syngja, ég held að hann syngi í sturtunni, en Gunnel og Hans á fyrstu hæðinni hafa hnussað þegar að ég hef sagt það, og sagt að þá sé hann alltaf í sturtu, hann sé gólandi þetta á öllum tímum sólarhringsins.
Hjúkkan fyrir ofan mig er ennþá ein með drenginn sinn, en er grunuð um að vera farin að gefa öðrum húseigendum hýrt auga, og jafnvel vera farin að gefa honum undir fótinn. Sá maður heitir Anders, og er búinn að vera ekkill í ein tvö ár, Anders finnst gaman að fá sér í annan fótinn, en hann drekkur bara lítil vínglös, en mörg.
Kristján fuglaskoðunarmaður er ekki kominn á fætur, sá hægláti maður býr ennþá einn, hann vinnur í einni dýrustu húsgagnaverslun bæjarins, og safnar að sér merkishúsgögnum, hann er alltaf tilbúinn til að hjálpa mér með tölvuna, umleið fæ ég að skoða nýjustu myndir af fuglunum hans.
Skötuhjúin á fyrstu hæðinni eru bæði komin á aldur, þau drekka saman morgunkaffi á hverjum morgni, og ræða þá um síðustu fréttir morgunblaðsins okkar, bæði hata útlendinga, bæði slá í borðið þegar að þau ræða um þetta dökka pakk sem að tröllríði Malmöborg, og ræni og nauðgi gömlu fólki. Hans er kominn með gisið Hitlers yfirvararskegg, ástæðan fyrir því er sú, að hann er að fá nýjar tennur, og heldur að tannleysið sjáist minna.
Og ég undirrituð bý á annarri hæðinni, ég er ekki mikið heima, vegna vinnu minnar bý ég jafn mikið úti á sjó og hér á annarri hæðinni í húsinu mínu. En ég vil hvergi annars staðar búa, hér líður mér vel, mér líkar vel við nágranna mína, stundum drekk ég kaffi með þeim, á hverjum deigi kemur Hans með morgunblaðið til mín, fyrst les Gunnel blaðið, svo les Hans blaðið og ræður krossgátuna, og svo fæ ég blaðið, þar sem að þeim finnst að ég eigi ekki að þurfa að kaupa blað þessa fáu daga sem að ég er heima.
Gott í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.11.2008 | 18:36
Undarlegur dómur
Undarlegur er þessi dómur, konan er greinilega ofurölvi, það er kallaður svefndrungi á fínna máli, þá virðist ekki vera saknæmt að nota sér ástand útúrdrukknar konu, frítt fram að hafa mök við hana, og um leið er því borið við hún hafi ekki reynt að verjast manninum, ætli að sannleikurinn sé ekki sá að hún gat ekki varist honum, sem að hann notaði sér vel og dyggilega.
Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.11.2008 | 12:56
Er á kafi í framhjáhaldi þessa dagana
Er búin að belgja mig út á kaffinu góða, verð samt að viðurkenna að ég er á kafi í framhjáhaldi, ég er farin að halda fram hjá honum Arvid með bústnu kinnarnar og myndarlega yfirvaraskeggið, ég er farin að dingla með Zoega kaffi aftur, á krepputímum kaupi ég það sem að er á besta verði, og í augnablikinu er Zoega mikið ódýrara er Arvid kaffi, en um leið og hann Arvid minn setur sitt kaffi á tilboð, þá hætti ég þessu flangsi með Zoega og held mér bara við Arvid, manninn í mínu tilbreytingarlausa lífi.
Nú ætla ég að seigja smávegis frá mínu lítilfjörlega lífi. Fyrir stuttu sátum við Daníel vinnufélagi minn fyrir framan sjónvarpið, og horfðum á þátt um fólk sem að safnar að sér alls kyns drasli(okkur Daníel finnst líka gaman að safna), en okkar söfnun er bara á byrjunarstigi miðað við fólkið í sjónvarpinu. Fólkið í sjónvarpinu komst varla fyrir á heimilum sínum fyrir drasli, á einum stað sáust mýs skjótast um í ruslinu.
Ég gaut ósjalfrátt augunum á Daníel, hann gaut augunum á mig, Daníel hreytir út úr sér, "af hverju lítur þú á mig", ég svara sakleysislega, "já, en þú horfðir á mig". Ég veit nefnilega að Daníel á 8 eldhúsborð, fyrir utan allt annað, en ég verð nú að taka fram að hann selur mikið af sínu safni á netinu, og ætti eiginlega að vera með eigin antik verslun, þar myndi hann sóma sér vel þessi elska, gullfallegur, og mikill smekkmaður.
En þessi þáttur hafði mikil áhrif á mig, ég fór að ímynda mér að söfnunar árátta mín gæti farið út í öfgar, ég sá sjálfa mig í anda sem gamla kellingu sitjandi á ruslahaugunum heima hjá mér, sparandi allt sem að gæti nú verið gott að eiga, gæti einhvertíma komið sér vel. Þannig að í gær fór ég vopnuð stórum svörtum ruslapokum að hreinsa til í fataskápum mínum, ég hreinsaði til í margra ára söfnun af fötum, föt sem að ekki eru í tísku, föt sem að eru orðin of lítil (það verður meira lag á manni með árunum), eftir nokkra tíma sorteringu, þá var ég komin með 4 stóra ruslapoka fulla af fötum, veskjum og skóm.
Á stofugólfinu hjá mér standa þessir pokar, ég þarf trúlega að jafna til í pokunum, láta það verða að 8 pokum, svo að hægt sé að bera pokana hjálparlaust inn í bíl, og svo til Hjálpræðishersins. Um leið og ég jafna til í pokunum, þá athuga ég náttúrlega hvort að ég af mistökum hafi hent einhverju sem að gæti komið sér vel.
Óska öllum góðs dags.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.11.2008 | 12:16
Góð frétt
Rauði krossinn aðstoðar Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar