21.10.2008 | 16:26
Er einhver hissa
Fyrir nokkrum vikum var ég steinhissa á því að Bauhaus væri að opna stóra verslun á Íslandi, mér fannst hálfgerð firra að bæta við einni búðinni enn, var mér þá bent á að það væri þörf á þessarri búð til þess að hægt væri að kaupa byggingarvörur á þokkalegu verði.
Örugglega var mikið til í því, en mér fannst þetta samt vera algjörlega út í bláinn, þar sem að það lá í loftinu að það væru versnandi tímar framundan.
Auðvitað samhryggist ég þeim sem að voru búnir að fá vinnu þarna, og sitja núna eftir með sárt ennið.
![]() |
Flestum starfsmönnum Bauhaus sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.10.2008 | 07:56
Sagan endurtekur sig
Það gefur augaleið að innflytjendurnir okkar drífa sig heim til síns heimalands ef að allt er á niðurleið á Íslandi, og betra ástand í þeirra eigin löndum.
Hvað gerðu ekki Íslendingarnir á sínum tíma, á árum atvinnuleysis heima á Íslandi. Þeir þyrptust hingað til Svíþjóðar og annarra landa, fóru svo flestir heim aftur þegar að ástandið skánaði heima á Íslandi.
Sagan endurtekur sig, á þeim árum sem að Íslendingar flykktust til Svíþjóðar, þá unnu þeir oft vinnu sem að Svíarnir fengust ekki til að vinna, eru ekki flestir innflytjendurnir heima í vinnu, sem að Íslendingar fást ekki til að vinna.
![]() |
Fólksflótti frá Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 21. október 2008
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 99591
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar