22.10.2008 | 06:19
Góðan daginn
Góðan og blessaðan daginn, öll sömum.
Hér sit ég á gráum miðvikudagsmorgni í Malmöborg, og er með hlunkinn minn fullann af nýlöguðu Arvid kaffi, ég nýt þess að sitja hérna fyrir framan tölvuna mína, ég drekk kaffið mitt, dáist að því hvað kaffið er gott, ég kveiki í sígarettu(þetta átti ég ekki að skrifa) ég lít út um gluggann, og horfi eftir götunni minni, ég sé konu með stórann svartan hund, hundurinn pissar á ljósastaur, konan bíður á meðan, þegar að hundurinn er hættur að pissa þá halda þau áfram ferð sinni, ég horfi á eftir þeim og tek eftir því að konan er í náttfötum undir kápunni, kannski ætlar hún að skríða uppi aftur, og kannski fær sá svarti að kúra til fóta hjá henni.
Ég gladdist mikið þegar að ég sá frétt þess efnis að súkkulaði væri gott fyrir heilsuna, ég sem elska súkkulaði, en læt sjaldan eftir mér að fá mér súkkulaði, vegna hræðslu minnar við að verða of feit. En nú fer ég að láta eftir mér súkkulaðiát, hvað gerir maður ekki til að halda heilsunni, því dýrmætasta sem að við eigum.
Ég er búin að pakka fyrir vikuferð að heiman, stundum finnst mér ég búa í ferðatösku, en hugga mig við að ég sé með vinnu, það eru ekki allir svo lánsamir.
Ég óska öllum góðrar viku.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 07:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.10.2008 | 05:18
Er ekki miklu bætt við þessa frétt
Mér finnst þetta vera merkilegar fréttir, bæði þessi og eins um konurnar sem að voru reknar út úr búð í Kaupmannahöfn.
Annað hvort lentu þessar dömur í búðum sem að voru í eigu algjörra blábjána, eða að miklu er bætt við söguna.
Hef aldrei vitað til þess að fólki sé hent út úr búðum að annarri ástæðu en að það hafi þá komið illa fram sjálft, skiptir engu máli frá hvaða landi það kemur.
![]() |
Óvelkomnar í gæludýraverslun í Glasgow |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 22. október 2008
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 99591
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar