Þetta er rétt

Þetta kemur mér ekki á óvart, maðurinn heldur framhjá þegar að honum finnst að konan sé hætt að taka eftir honum, hann er ekki lengur númer eitt í hennar augum, kannski eru börnin komin og þá snýst oft allt um þau, hann verður útundan(enda einn af börnunum), og þá fer hann út og heldur fram hjá.

 Ástkonan hefur tíma til þess að hlusta á hann, hún horfir á hann aðdáunaraugum, hrósar öllu sem að hann seigir, ekki bregður hún fyrir sér höfuðverk í tíma og ótíma, enda er hún sjaldnast með öskrandi börn í kring um sig, sem að bæði þarf að skeina og snýta.

Og þeir menn sem að ég þekki og veit að hafa verið í framhjáhaldi, oftast hafa konurnar þeirra verið mikið huggulegri en hjákonurnar, einkennilegt en satt.

Gaman væri að sjá skýrslur um konur sem að halda framhjá.


mbl.is Sækjast eftir viðurkenningu í framhjáhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Botox

Alltaf lærir maður eitthvað nýtt, hvernig í ósköpunum getur hrukkumeðferð læknað táfýlu.

Eru þá ríku kellingarnar sem að eru alltaf í Botox meðferðum ekki að láta laga hrukkurnar, er það táfýla sem að þjáir þær.


mbl.is Stone segist ekki hafa viljað Botox fyrir soninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkilegt samband

Það er til eitthvað fyrir alla, er stundum sagt. Þarna eru mörg kíló að elska, og smekkurinn er misjafn.

Samt finnst mér eins og að eitthvað sé að konu sem að fellur fyrir manni sem að vegur yfir hálft tonn í byrjun ástarsambands þeirra, eða er hægt að vera í ástarsambandi við hálft tonn af kjötiWoundering.


mbl.is Þyngsti maðurinn kvænist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudags hugleiðingar

Ég sit hérna fyrir framan tölvuna mína, og bara býð eftir því að geta fyllt hlunkinn minn af angandi Arvid kaffi.

 Um leið horfi ég á fréttir í sjónvarpinu, flestar fréttirnar eru leiðinlegar, er allt að fara til fjandans alls staðar, og ofan á allt, er veðurspáin slæm, mikill stormur er á leiðinni til okkar, og í Mogganum sé ég að það er kominn snjór heima á Íslandinu okkar.

Mikið er ég stundum fegin því að vera bara ósköp venjuleg blönk kelling, ég þarf ekki að hafa áhyggjur að að miljónirnar mínar verði að engu í bönkum og verðbréfum.

Ég er farin að spara á þessum erfiðu tímum, ég er hætt að kaupa slúðurblað dagsins, og spara þar tíu sænskar krónur á hverjum deigi, og þeim tíkalli sting ég niður í hann Snata minn(sparibaukinn minn) samviskusamlega á hverjum degi. Snati er farinn að þyngjast mikið, og er ég ekki frá því að hann sé glaðlegri á svipinn þessa dagana.

Ég skoða bara í búðum, hef sparað mikla peninga á því, ég laga mat fyrir nokkra daga í einu(mikið er nú örbylgjuofninn góð uppfinning).

Ég er ekki farin að róta í ruslatunnum í leit að tómum flöskum, en las um mann sem að safnaði flöskum og safnaði saman aurunum sem að hann fékk fyrir þær, hann dó sem margfaldur miljónamæringur.

Mikið er ég þakklát mínum kæru bloggvinum, sem að eru að leita eftir manni fyrir mig, og er ég örugg á því að einn góðan veðurdag bankar upp myndarlegur húslegur maður, en svona til öryggis, kaupið ekki farmiða fram og til baka fyrir hann.

Nú slæ ég botninn í þessar föstudags hugleiðingar mínar. 


Bloggfærslur 3. október 2008

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 99591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband