14.11.2008 | 13:26
Er þetta bara bull allt saman
Þetta er nú ljóta bullið, og eiginlega sannar að ekki sé hægt að trúa öllu því sem að er skrifað í blöðin. Nú hélt ég í einfeldni minni að blaðamaður eða blaðamenn kynntu sér málin frá báðum aðilum, í þessu máli frásögn Ólafs og að þeir hefðu haft samband við Dönsku yfirvöldin áður en að þeir birtu þessa frétt.
![]() |
Lögregla ber sögu Íslendings til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.11.2008 | 10:34
Ég og Hans fórum til Hjálpræðishersins
Í dag er grenjandi rigning og rok hérna í Malmö, og ég sem að ætlaði að sjokkera nágranna mín með því að þvo nokkra glugga, nú er ég löglega afsökuð, því hver fer að þvo glugga í rigningu.
Í gær sá ég nágranna minn hann Kristján fuglaskoðunarmann þvo eldhúsgluggann hjá sér, hann brosti út undir eyru þegar að hann sá mig, og kallaði út til mín að nú væri kominn tími fyrir jólaseríuna.
Ég fór með Hans á fyrstu hæðinni til Hjálpræðishersins með alla fatapokana mína, það lá við að hann signdi sig þegar að hann sá hvað pokarnir voru margir, hann var ekki sáttur við að Hjálpræðisherinn fengi fötin mín og skóna." Þetta pakk er ekkert nema peningurinn" sagði hann, og gaf í, "okurverð á öllu hjá þeim, og svo stela þeir sjálfir bestu hlutunum", bætti hann við. Ég hélt með honum, svona til að halda friðinn, það eina sem að ég vildi, var að losna við pokana, sem að höfðu tekið alltof mikið pláss á stofugólfinu.
Á leiðinni til ræningjanna sem að vinna hjá Hjálpræðishernum mættum við flottum bíl, svo flottum að ég sá ekki hvaða tegund það var, og líka vegna þess að ökumaður bílsins var þeldökkur, og komst mikill æsingur í Hans þegar að hann sá þennan þeldökka mann, "sérðu þetta" sagði hann og sló í kring um sig, " kolsvartur aumingi á rándýrum bíl, náttúrlega er hann að koma frá félagsmálastofnuninni, búinn að sníkja peninga þar, áður en að hann fer oní bæ að selja eiturlyfin sín", ýmislegt annað miður fallegt kom á eftir, svona orð sem að ekki er hægt að setja á prent.
Þegar að við vorum loksins komin til Hjálpræðishersins þá hjálpaði Hans mér með pokana, konan sem að tók á móti þeim var þeldökk, hún var ákaflega kurteis og þakkaði mér mikið vel fyrir alla pokana, hún þakkaði Hans líka fyrir pokana.
Þegar að við komum út í bílinn þögðum við, ekki var minnst meira á dökku vesalingana.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 14. nóvember 2008
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 99591
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar