Og þá er kominn þriðjudagur

Ég er búin að þjást af bloggleti, hef lesið helstu fréttir á netinu, gladdist þegar að ég las um góða mætingu á Austurvelli, gott hjá ykkur íslendingum að rísa upp og mótmæla svínaríinu, og þó svo að nokkur egg hafi lent á alþingishúsinu, hvað um það, þið voruð bara að skapa vinnu í atvinnuleysinu.

Ég sit hérna á þriðjudagsmorgni og er að velta fyrir mér hvað ég sé búin að afreka á þessum þremur vikum sem að ég er búin að vera heima frá vinnunni. En eins og að ég hef áður skrifað, þá fór ferjan okkar í slipp, enda orðin dauðþreytt(ferjan) á rúntinum á milli Svíþjóðar og Þýskalands, vélarnar voru endalaust að fara í pásu, við vorum í sæluvímu ef að allar fjórar gengu samtímis, þá vissum við að við héldum tíma áætlun.

Ég hef ekki bakað laufabrauð, ég er ekki búin að baka tíu smákökusortir, ég er ekki búin að hnoða í nokkrar randalínur, en mér tókst að baka kanilsnúða um daginn, eitthvað urðu þeir skrítnir, enda í fyrsta skipti sem að ég baka með geri sem að á að lyfta sér eftir kúnstarinn reglum. Bragðið var nokkuð gott, en útlitið var ekki eins gott, "þú hefur ekki látið snúðana lyfta sér" sagði Hans á fyrstu hæðinni, og þurrkaði mylsnuna úr munnvikunum áður en að hann greip næsta snúð, sem að hvarf oní hann á nokkrum sekúndum. Þannig að bragðið var nokkuð gott, enda á maður aldrei að dæma eitt eða neitt eftir útlitinu.

Í gær þvoði ég nokkra glugga, vökvaði blóm og tókst að reka löppina á mér í stólfót með svo miklu afli að ég er draghölt, það verður gaman að dragast um í hælaskóm á morgun, en á morgun tekur alvara lífsins við, ég þarf að fara að vinna fyrir kaupinu mínu.

Hér í Malmö er hið venjulega gráa veður og rigning, nú sé ég veðrið svo vel, þar sem að ég er búin að pússa gluggana.

Ég sit í rauða herberginu mínu, með kertaljós og Kim Larsen, er hægt að hafa það betra, en svona til að leiðrétta væntanlegan misskilning, þá hlusta ég á Kim Larsen, ég er ekki svo heppin að vera með hann lífs lifandi hjá mér.

Læt þetta gott heita.

 


Bloggfærslur 18. nóvember 2008

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 99591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband