1.12.2008 | 20:39
Vargastefna..............................
![]() |
Vargastefna við Stjórnarráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.12.2008 | 16:10
Ekki veitir vist af
Ég hef nú grun um að þetta eigi eftir að koma sér vel, margir eru búnir að missa vinnuna, eða eru að fara að missa vinnuna, og örugglega er ekki létt að tóra af mögrum atvinnuleysisbætum, svo að ég minnist ekki á öryrkjana sem að höfðu það nógu erfitt fyrir kreppuna, að láta styrkinn duga fyrir mat og húsnæði. Og svo er allt heimilislausa fólkið, sá hópur á trúlega eftir að stækka í vetur.
![]() |
Söfnun í Vesturheimi til styrktar Íslendingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.12.2008 | 15:26
Um börn
Ég skemmti mér alltaf jafn vel þegar að ég les hvað börn skrifa, börn seigja alltaf sannleikann, það gera nú fyllibytturnar líka, en það er önnur saga.
KÆRI GUÐ!
ÉG FÉKK KJÖTBOLLUR Í HÁDEGINU, HVAÐ FÉKKST ÞÚ.
KÆR KVEÐJA
ANNA MARÍA
=========================================
KÆRI GUÐ!
ÉG ELSKA ÞIG GUÐ. Í REIKNINGSTÍMANUM KOM INN HUNDUR. KRISTINA
================================================
KÆRI GUÐ!
HVAÐAN KEMUR ALLT FÓLK, ÉG VONA AÐ ÞÚ GETIR ÚTSKÝRT ÞAÐ BETUR EN PABBI:
VALTER
============================================
KÆRI GUÐ!
AFHVERFU STENDUR EKKI FRÚ GUÐ Í BIBLÍUNNI. VARSTU EKKI GIFTUR ÞEGAR AÐ ÞÚ SKRIFAÐIR BIBLÍUNA.
LARRY
=========================
KÆRI GUÐ!
ÉG ER BÚIN AÐ LESA ALLA BIBLÍUNA, OG FANNST HÚN GÓÐ, ERTU BÚINN AÐ SKRIFA FLEIRI BÆKUR.
ALICE
===================================
KÆRI GUÐ
EF AÐ ÞÚ VILLT EKKI AÐ FÓLK BLÓTI, AVHVERJU VARSTU ÞÁ AÐ BÚA TIL BLÓTSYRÐI
====================
KÆRI GUÐ!
REIKNAÐU MEÐ MÉR. ÞINN VINUR HUBBI
========================
Fyrir fjölda mörgum árum var ég að fara í göngutúr með systur minni og tveimur börnum hennar. Fyrir utan húsið heima hjá henni stoppar leigubíll, út úr leigubílnum veltur bifvélavirkinn á fyrstu hæðinni svo fullur að ég hef sjaldan séð annað eins, hann hreinlega valt um götuna og átti erfitt með að komast á fætur. Systir mín hnussaði og sagði eitthvað á þessa leið "að sjá þennan viðbjóð, mígandi fullur um miðjan dag", en þá gall í fjögra ára stelpunni hennar, "hann er ekki fullur mamma", "hvernig veistu það" seigir systir mín, "ég spurði hann" svaraði sú fjögra ára, "og hann sagði nei".
Slæ botninn í þessa barnaspeki mína.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.12.2008 | 07:54
Fyllibytta á Austurvelli
Þetta var stórfengleg frétt, fyllibytta girðir niður um sig og gerir stykkin sín á Austurvelli. Var hann ekki bara að mótmæla kreppunni með þessu atferli sínu, hann hreinlega skeit á alla vitleysuna heima.
![]() |
Gekk örna sinna í runna á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 07:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
1.12.2008 | 07:14
Bloggleti
Þar sem að ég er búin að þjást af bloggleti, og um leið verið löt að lesa öll blöð, bæði sænsk sem íslensk, þá hef ég ekki látið ljós mitt skína hér á Moggablogginu, ég held nú varla að mín hafi verið sárt saknað, en ætla samt að reyna að koma einhverju af viti frá mér.
Hér í Svíþjóðinni er alltaf sama gráa vetrarveðrið, það liggur við að ég sé farin að óska þess að það komi smá snjór, þó ekki væri nema í einn dag, reyndar kom smá föl hérna fyrir nokkrum dögum, en þá var ég í miklum vinnu önnum, og hafði engan tíma til að fara í land, með snjónum kom mikil hálka og urðu ótal árekstrar og fjöldi fólks datt á götum borgarinnar, þeir óheppnu brutu eða brákuðu bein, hinir sluppu ómeiddir.
Á laugardaginn var ég ásamt vinkonu minni á kappreiðum, sem að eru haldnir hér í Malmöborg öðru hvoru, óskaplega mikið fólk mætti á staðinn, ekki veit ég hvort að margir af þeim sem að stóðu í kring um okkur fóru sem nýríkir heim til sín, við tilheyrðum ekki þeim hóp, okkur tókst að velja alla hesta sem að ekki unnu, og var það þó nokkur vandi, þannig að við fórum fátækari heim en við komum, en áttum skemmtilegan dag.
Nú slæ ég botninn í þetta.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 07:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 1. desember 2008
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 99591
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar