17.9.2008 | 16:53
Hælissleitandi kostar 6500 á dag
Látið fólkið vinna og gera rétt fyrir þeim peningum sem að það fær upp í hendurnar.
Ég er hrædd um að þeir heimilislausu heima á Íslandi yrðu glaðir ef að þeim stæði til boða þetta húsnæði sem að þetta svo kallaða flóttafólk fær, og virðist ekki kunna að meta, eftir umgengninni að dæma.
Mér finnst undarlegt að það sé hægt að koma til Íslands sem flóttamanneskja, og vera með miklar kröfur, er ekki aðalatriðið að fá húsaskjól og mat, og auðvitað er áríðandi að viðkomendur séu afgreiddir með dvalarleyfi um leið, eða hreinlega sendir strax úr landi.
Ísland hefur ekkert efni á að halda uppi árum saman fullfrísku fólki, er ekki komin kreppa.
![]() |
Hælisleitandi kostar 6500 á dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.9.2008 | 15:23
Komin heim
Jæja, þá er ég komin heim eftir annasama viku, ástæðan fyrir þessum önnum hjá okkur er sú að nú erum við tvö á vakt, vorum áður þrjú, en allt gengur út á spara, og um leið erum við kvött til þess að selja aðeins meira í dag, en við gerðum í gær.
En hvað um það, ég hef ekki haft tíma fyrir blogg eða lestur Moggans, sá samt að ein fegurðardísin hafði lent í uppskurði, og er bara að gleðjast yfir því að aðgerðin heppnaðist vel. Um leið veit ég eftir öruggum heimildum að hún Gunna Gunnars var líka að koma úr aðgerð, en ég hef ekki getað fundið neitt um það í blöðunum.
Mér finnst stórsniðugt að borgarstjórinn í Reykjavík sé farin að svara sjálf í síma, þarna er náttúrlega verið að spara.
Ég slæ botninn í þetta, er nefnilega á kafi í eldamennskunni núna, á borðstólum verða hrossabjúgu með uppstúf, alíslensk bjúgu lætt inn í landið fyrir nokkrum mánuðum.
Ég skammast mín fyrir að vera ekki búin að svara skilaboðum frá mínum kæru bloggvinum, en ég verð nú komin í betra stuð á morgun, og reyni þá að bæta ráð mitt.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 17. september 2008
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar