Komin heim

Jæja, þá er ég komin heim eftir annasama viku, ástæðan fyrir þessum önnum hjá okkur er sú að nú erum við tvö á vakt, vorum áður þrjú, en  allt gengur út á spara, og um leið erum við kvött til þess að selja aðeins meira í dag, en við gerðum í gær.

En hvað um það, ég hef ekki haft tíma fyrir blogg eða lestur Moggans, sá samt að ein fegurðardísin hafði lent í uppskurði, og er bara að gleðjast yfir því að aðgerðin heppnaðist vel. Um leið veit ég eftir öruggum heimildum að hún Gunna Gunnars var líka að koma úr aðgerð, en ég hef ekki getað fundið neitt um það í blöðunum.

Mér finnst stórsniðugt að borgarstjórinn í Reykjavík sé farin að svara sjálf í síma, þarna er náttúrlega verið að spara.

Ég slæ botninn í þetta, er nefnilega á kafi í eldamennskunni núna, á borðstólum verða hrossabjúgu með uppstúf, alíslensk bjúgu lætt inn í landið fyrir nokkrum mánuðum.

Ég skammast mín fyrir að vera ekki búin að svara skilaboðum frá mínum kæru bloggvinum, en ég verð nú komin í betra stuð á morgun, og reyni þá að bæta ráð mitt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband