19.9.2008 | 12:53
Hvar eru litlu feitu kallarnir
Við fyrstu kynni skiptir útlitið miklu máli, en við nánari kynni verður kannski fallega konan ekkert sérstaklega spennandi né skemmtileg.
Og auðvitað er meira gaman að eiga stefnumót við systur Barbie dúkkunnar, en systur Gilitruttar.
Og að karlmenn ofmeti sitt eigið útlit er rétt, lítið í einkamála auglýsingar, þar eru það oftast bara hávaxnir grannir menn, með allt sitt á þurru, bíla, gönguferðir og smá vínglös á rómantískum kvöldum.
Litlu feitu kallarnir auglýsa ekki, er það vegna þess að þeir draga inn magann og bæta 20 sentimetrum við hæð sína, og þar með eru þeir komnir í háa granna hópinn.
![]() |
Karlar ofmeta persónutöfra sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.9.2008 | 10:16
Var konan sek um kynferðisáreitni á vinnustað
Ég sit hér og les fréttir og blogg, þetta er að verða fastir liðir eins og venjulega hjá mér hér í Malmöborg, les fyrst fréttirnar heima á Íslandi, áður en að ég les sænsku fréttirnar.
Merkileg frétt í Mogganum var um konuna sem að fékk skaðabætur fyrir að vera flutt á milli deilda, ástæðan sú, að hún var sökuð um að hafa veitt samstarfsmanni sinum allt of mikla athygli, og jafnvel verið að stíga í vænginn við hann.
Oftast eru karlmenn sakaðir um kynferðislega áreitni, en í nútíma samfélagi er auðvitað sjálfsagt að konur séu ekki síðri en menn, þó að þær geti ekki pissað standandi, þá geta þær gert flest annað vandræðalaust. Og af hverju ættu ekki konur að geta klipið í rassinn á mönnum, og sagt um leið "svakalega er rassinn á þér stífur, er allt annað jafn stíft", eða "flösku af viskí, og eina nótt með þér gullið mitt".
Tími til komin að konur sýni hvað í þeim býr, að þær séu jafningjar mannanna, sem að hafa andað þungt í eyrun á konum árum saman, þrýst sér upp að þeim, svo að enginn vafi sé á stærð "litla mannsins", keyrt þær heim og farið fram á kaffibolla með meiru, áður en að þeir halda ferðinni áfram til eiginkonu og barna.
En eiginlega fannst mér vanta í fréttina, hvort að konan játaði sök sína, eða hvort að maðurinn bjó þetta til.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 19. september 2008
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar