Var konan sek um kynferðisáreitni á vinnustað

Ég sit hér og les fréttir og blogg, þetta er að verða fastir liðir eins og venjulega hjá mér hér í Malmöborg, les fyrst fréttirnar heima á Íslandi, áður en að ég les sænsku fréttirnar.

Merkileg frétt í Mogganum var um konuna sem að fékk skaðabætur fyrir að vera flutt á milli deilda, ástæðan sú, að hún var sökuð um að hafa veitt samstarfsmanni sinum allt of mikla athygli, og jafnvel verið að stíga í vænginn við hann.

Oftast eru karlmenn sakaðir um kynferðislega áreitni, en í nútíma samfélagi er auðvitað sjálfsagt að konur séu ekki síðri en menn, þó að þær geti ekki pissað standandi, þá geta þær gert flest annað vandræðalaust. Og af hverju ættu ekki konur að geta klipið í rassinn á mönnum, og sagt um leið "svakalega er rassinn á þér stífur, er allt annað jafn stíft", eða "flösku af viskí, og eina nótt með þér gullið mitt".

Tími til komin að konur sýni hvað í þeim býr, að þær séu jafningjar mannanna, sem að hafa andað þungt í eyrun á konum árum saman, þrýst sér upp að þeim, svo að enginn vafi sé á stærð "litla mannsins", keyrt þær heim og farið fram á kaffibolla með meiru, áður en að þeir halda ferðinni áfram til eiginkonu og barna.

En eiginlega fannst mér vanta í fréttina, hvort að konan játaði sök sína, eða hvort að maðurinn bjó þetta til.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðar viðreynslusetningar eða telst þetta kynferðisleg áreitni...

Góða helgi dúllan mín

Jónína Dúadóttir, 19.9.2008 kl. 11:03

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Það er hægt að taka það á tvo vegu, valfrítt hvorn

Heiður Helgadóttir, 20.9.2008 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband