18.4.2009 | 23:39
Á laugardagskvöldi er þetta skrifað
Ég ligg í leti þessa dagana, sólin skín svo skemmtilega á okkur hérna í Malmö, og eiginlega er ekki hægt að ætlast til þess að maður sé að gera leiðinda heimilisverk, þannig að ég þykist ekki sjá skítuga glugga, eða rykið í hryllunum, enda sést það ekki svo mikið þegar að ég er búin að setja upp sólgleraugun. Hefur engum dottið í hug að framleiða "vinnukonur" fyrir heimilisglugga, væri það ekki frábær uppfinning, ætti ég að sækja um leyfi fyrir þessari hugdettu minni.
Um leið og ég sleikti sólina í dag og horfi á Gunnel strá mosaeyðingarefni á grasið(nei, hún vill ekki fá neina aðstoð) þá las ég bókina hans Arnalds "Myrká", sem að mér tókst að hrifsa til mín á hlaupum í bókabúðinni á Keflavíkurvellinum(auðvitað borgaði ég bókina). Þetta er besta bókin hans finnst mér, og ástæðan er einfaldlega sú að hún Elínborg er aðalsöguhetjan, og ætti hún að vera það í næstu bókum hans, af einhverjum ástæðum þá tókst Arnaldi að skapa afar skemmtilega og góða mynd af henni og fjölskyldu hennar, mikið persónulegri mynd en af löggukallinum sem á dóttur sem að er í sífelldum vandræðum.
Það er að verða áliðið hérna í Svíþjóðinni, en núna er tveggja tíma mismunur á klukkunni hjá okkur, og heima á Íslandinu góða, þannig að ég ætla að fara að leggja mig, og vona að hann Óli Lokbrá vilji koma til mín.
Óska öllum góðrar nætur.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2009 | 23:06
Enn ein kannabisræktunin
![]() |
Lokuðu kannabisverksmiðju á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Bloggfærslur 18. apríl 2009
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar