17.11.2010 | 19:03
Ym daginn og veginn
Mikið er nú langt síðan að ég hef bloggað.
En í dag er ég heima, og datt í hug að líta inn til mína gömlu blogg vina.
Margir af þeim eru á FB, og þar er ég líka, þó svo að ég líti á FB sem algjöran tímaþjóf, þá verð ég að viðurkenna að ég dunda mér mikið við spil og spádóma, og njósna um hversu marga kaffibolla vinir mínir hafa drukkið á morgnana, afar fróðlegt.
Spádómarnir eru líka meiri háttar, tvisvar þessa vikuna hefur því verið spáð fyrir mér að ég muni pissa í buxurnar, í annað skipti var það út af hlátri, í hitt skiptið sökum ölvunar, hvernig gátu spákortin vitað þetta.
Plat, auðvitað er ég löngu hætt að pissa í buxurnar, var hætt með bleyju þegar að ég var tveggja ára.
Ég hlusta mikið á stöð 2, gaman er að þessu blessaða stjórnmálafólki. Í dag hlustaði ég á mann og konu sem að kom ekkert sérstaklega vel saman, kom fram að konan var ekki öll þar sem að hún var séð, hún talar í síma, og var með á Hlemmi í einhverjum mótmælum, afar grunsamlegt fannst mér, en því miður dettur stöðin oft út hjá mér, og missti ég af endanum, hefði helst viljað fá að vita sögulok.
Ég les blöðin á netinu, og um leið athuga ég hvaða ævisögur mér líst best á. Og þá verð ég nú að viðurkenna að ég gæti vel hugsað mér að lesa ævisögu Jónínu Ben, gaman væri nú að lesa um ástarævintýri hennar og Bónus kallsins, skyldi hún koma með nýja bók næsta ár, ekki væri nú dónalegt að fræðast aðeins um Kross manninn og hana.
Svona verður það hjá hálf gömlum kellingum eins og mér, ekkert skeður í okkar eigin lífi, eina tilbreytingin er að lesa um ástarævintýri annarra, þar sem að við sitjum í upplituðum flónels náttfötunum okkar.
Nú slæ ég botninn í þetta, en hefði vel getað haldið áfram, en það verður að bíða betri tíma.
Óska öllum góðrar nætur
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:47 | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ, gaman að lesa hjá þér eins og venjulega
Jónína Dúadóttir, 19.11.2010 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.