18.2.2012 | 21:54
Fésabók
Ég haf ekki bloggað í eitt eða tvö ár, ástæðan er þessi bansetta Fésabók, mér finnst allir vera þar, og letiblóðið ég nenni ekki að skrifa neitt, les bara með áfergju hvað aðrir gera svona dags daglega. Flestir drekka mikið kaffi, aðrir eru með fallegar myndir af mat, og aðrir taka óspart myndir af handavinnunni sinni, eða láta okkur vita að nú séu börnin farin að pissa í klósettið.
Ég var alltaf á móti þessari Fésabók, þar til að vinnufélagi minn taldi mér trú um að enginn væri maður með mönnum sem að ekki væri með á Fésabók, og var hann snöggur að bæði skrifa mig inn, og redda vinum, sem að ég reyndar þekkti líka. I dag á ég fullt af vinum, vissi ekki að ég ætti svona marga vini, og auðvitað hef ég laumast við að útvega mér vini, en flestir hafa leitað mig uppi, og er bara gaman að því.
Og mikið er nú hægt að gera á Fésinu, t.d hef ég fengið mejl frá nokkrum köllum, sem að vilja drekka kaffi með mér, þannig að ég er örugg á því að þar gætu konur í kallaleit nælt sér leikandi létt í menn, ekkert mál, leita uppi sæta kalla, senda þeim skilaboð um hvort þeir væru til að fá sér kaffi og með því, með henni, og þá á ég náttúrlega við meðlæti, eins og til dæmis kleinu eða ástarpung.
Þannig að Fésið gegnir mörgum hlutverkum, gamlir kunningjar endurnýja vináttu, einmana fólk eignast fésvini
Handavinnukonurnar koma vinnu sinni á framfæri, þeir sem að eru þreyttir á kreppunni geta komið skoðunum sínum á framfæri, og svona væri hægt að telja endalaust fram góðu hliðarnar á fésinu.
Verri hliðarnar eru, þegar að fólk er með aðdróttanir og söguburð á sama stað, og ljótt orðbragð er alltaf leiðinlegt, en það hef ég því miður rekist á, og ætti eiginlega að loka á þá sem að stunda, að koma að stað leiðindum.
Slæ botninn í þetta, ætla að líta við á fésinu, og sjá hvað vinir mínir eru að dunda sér við á þessu laugardagskvöldi
Meginflokkur: Vefurinn | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:55 | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.