Blessaður bletturinn

Eftir að ég las þessa frétt fór ég að velta fyrir mér göngulagi vina og vandamanna.

Ég byrjaði á nágrönnum mínum, Gunnel er reyndar hölt í dag, en áður en að hún varð hölt, þá er ég ekki frá því að hún hafi skálmað svolítið áfram, ég veit ekki hvort að hún hreyfði sig munúðarfullt, en frekar frjálslega, það hlýtur að vera vottur þess að hún hefur fengið djúpa fullnægingu, svona þegar að hún var þeim bransanum. Hún er löngu hætt kallafari, nú spilar hún bara Canasta, en ég er fegin að ég þarf ekki að óttast um andlegt heilbrigði hennar.

Hjúkkan trítlar, þegar að hún er á labbi með Alex syni sínum, ætti ég að benda henni á líkamsæfingar og sjúkraþjálfun, yrði hún glöð og þakklát ef að ég myndi minnast á þetta við hana. Kannski veit hún ekki að G bletturinn er til, ég gæti svosem sagt henni frá honum, en það eru margir sem að ekki hafa fundið hann, af einhverjum undarlegum ástæður er þessi G blettur oftast í felum.

Ég þori ekki að hugsa út í göngulag nána ættingja minna, sumir skálma  áfram, nú veit ég af hverju. Hvernig ég geng, ég hreyfi mig frekar léttilega, en þakka það hlaupum á brettinu, ekki er það út af, ofsastórum G bletti.


mbl.is Göngulagið kemur upp um G-blettinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Hér er bráðnauðsynleg pæling, sem var ekki svarað í moggafréttinni:

Er nóg fyrir kvenfólk að hafa fengið eina fullnægingu?  Eða þurfa þær að vera margar?

Bara pæling :-)

Einar Indriðason, 5.9.2008 kl. 21:22

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Einar,þess fleiri, þess betra, er sagt, hvað heldur þú

Heiður Helgadóttir, 5.9.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Einar Indriðason

:-)

Spuning hvort göngulagið verði mýkra og mýkra eftir því sem fullnægingunum fjölgar? :-)

En, já... þetta veldur því (augljóslega) að nú horfir maður öðrum augum á fólkið í kringum sig....... :-)

Einar Indriðason, 5.9.2008 kl. 21:29

4 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Já, ég er farin að horfa á fólkið í kring um mig með allt öðrum augum en ég gerði til dæmis í gær

Heiður Helgadóttir, 5.9.2008 kl. 21:35

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þið eruð ágæt

Jónína Dúadóttir, 5.9.2008 kl. 23:03

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Svona bletta-fræði, hversu nytsöm sem þau kunna að vera,  eiga varla heima undir Tækni & vísindi ?

Efnisflokkari Morgunblaðsins hefur líklega stundað nám við The University of the West of Scotland (Oilthigh nan Alba Iar) !

Loftur Altice Þorsteinsson, 6.9.2008 kl. 11:34

7 identicon

Sæl Heidi Helga.

Nú fer um mig velgja!.

Hvað skal rannsaka næst?

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 13:13

8 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Merkilegt hvað margir voru "niðurlútir" á labbi í Kringlunni í dag....en samt svona einhvern veginn "flæðandi stórstígir"!

Sigríður Sigurðardóttir, 6.9.2008 kl. 21:14

9 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Nú fer maður kannski að góna á göngulag hjá fólki haha

Guðný Einarsdóttir, 9.9.2008 kl. 18:37

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginn mín kæraLangt síðan ég hef lesið hjá þér, ég klukka þig þá bara og þú veist að það á ekkert að skorast undan

Jónína Dúadóttir, 10.9.2008 kl. 07:36

11 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Og tvíklukkuð hér með....ooooo mín vinsæl í "klukkinu".

Sigríður Sigurðardóttir, 10.9.2008 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband