17.9.2008 | 16:53
Hælissleitandi kostar 6500 á dag
Látið fólkið vinna og gera rétt fyrir þeim peningum sem að það fær upp í hendurnar.
Ég er hrædd um að þeir heimilislausu heima á Íslandi yrðu glaðir ef að þeim stæði til boða þetta húsnæði sem að þetta svo kallaða flóttafólk fær, og virðist ekki kunna að meta, eftir umgengninni að dæma.
Mér finnst undarlegt að það sé hægt að koma til Íslands sem flóttamanneskja, og vera með miklar kröfur, er ekki aðalatriðið að fá húsaskjól og mat, og auðvitað er áríðandi að viðkomendur séu afgreiddir með dvalarleyfi um leið, eða hreinlega sendir strax úr landi.
Ísland hefur ekkert efni á að halda uppi árum saman fullfrísku fólki, er ekki komin kreppa.
Hælisleitandi kostar 6500 á dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefur engar kröfur aðrar en að fá að sjá um sig sjálft. Kostnaður okkar er af því að leyfa þeim það ekki og láta það bíða árum saman eftir svörum um það.
Helgi Jóhann Hauksson, 17.9.2008 kl. 18:05
Afgreiðsla mála þeirra er ótrúlega hæg... En það eru ekki alveg allir sem vilja sjá um sig sjálfir samt.
Velkomin mín kæra
Jónína Dúadóttir, 17.9.2008 kl. 19:55
Sæl Heidi Helga.
Satt segir hann Helgi Jóhann í 1 athugasemd.sömuleiðis Dúa. En...............ég held að við verðum að fara að leggja mannskap í að leysa þessi mál. Að hafa einn mann til að sinna þessu starfi er alveg út í hött.
Heidi mín,í þessum efnum hvað snýr að flóttamönnum verðum við samkvæmt alþjóðalögum að sinna þeim eftir þeim lögum sem við höfum gengist undir að vinna eftir.Það er nú bara þannig.
Ég er hjartanlega sammála þér með húsnæði ...............það er alls staðar til nóg af því nema fyrir þá sem sárlga vantar það.
Þannig virkar Íslenska Velferðarkerfið....................því miður.
Farðu vel með þig.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 03:56
Helgi, þakka gott svar, en hver er ástæðan fyrir því að einn flóttamaður er búinn að bíða í þrjú ár, og um leið búinn að lifa á kostnað ríkisins í þrjú ár.
Jónína mín, rétt hjá þér, get ómögulega skilið þennan hæga gáng.
Þórarinn, eins og venjulega góð og rétt svör.
Óska ykkur öllum góðs dags.
Heiður Helgadóttir, 18.9.2008 kl. 07:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.